Fótbolti

Reiðir stuðningsmenn Genoa kröfðust þess að fá treyjur leikmanna

Það varð uppi fótur og fit á leik Genoa og Siena í ítalska boltanum í dag þegar harðkjarnastuðningsmenn Genoa snéru baki við liði sínu í bókstaflegri merkingu.

Genoa var lent 4-0 undir eftir aðeins 53 mínútur og þá var stuðningsmönnunum nóg boðið. Þeir gerðu allt vitlaust og kröfðust þess að leikmenn liðsins færu úr treyjunu og létu þá fá þær. Þeir ættu ekki skilið að klæðast treyjunni.

Þeir köstuðu ýmsu lauslegu inn á völlinn svo dómarinn stöðvaði leikinn. Stuðningsmennirnir komu sér svo fyrir við göngin svo leikmenn kæmust ekki af velli nema þeir gæfu eftir treyjurnar.

Það gerðu allir leikmenn liðsins nema einn. Það var eina leiðin til þess að róa þá.

Eftir 40 mínútna hlé á leiknum komu leikmenn Siena út á völlinn á ný og kláruðu leikinn sem endaði með 4-1 sigri Siena. Stuðninsmennirnir snéru baki í leikinn og neituðu að fylgjast með.

Uppákomuna má sjá í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×