Viðskipti innlent

Fjárfest fyrir 211 milljónir evra í fjárfestingaleið Seðlabankans

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Samanlagðar fjárfestingar á grundvelli fjárfestingarleiðarinnar Seðlabanka Íslands nema 211 milljónum evra, eða sem nemur 34,2 milljörðum króna á núverandi gengi. Miðað við meðalgengið í útboðum seðlabankas eru þetta um 40 milljarðar króna.

Fjallað er um þetta á vefsíðu Seðlabanka Íslands en frétt um útboð seðlabankans, í sem eru hluti af áætlun um afnám gjaldeyrishaft, var birt í dag. Tekið er sérstaklega fram að nokkuð hafi verið um að „nýstofnuð hlutafélög" hafi tekið þátt í svokallaðri fjárfestingaleið þegar kemur áætluninni um afnám hafta.

Í fréttinni á vef bankans segir um útboð á vegum Seðlabankans, sem fram fór 17. apríl sl., að alls hafi borist „66 tilboð að fjárhæð 61,3 milljónir evra og var tilboðum að fjárhæð 38,6 milljónum evra tekið. Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 238,8 kr. fyrir hverja evru."

Þá eru enn fremur birtar samandregnar upplýsingar um útboð bankans á þessu ári, en alls bárust 222 tilboð í útboðum sem fóru fram í febrúar, mars og maí, í 327,8 milljónir evra, en tilboðum var tekið í 202,4 milljónir evra.

Sjá má ítarlega umfjöllun um útboð seðlabankans á þessu ári hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×