Stefna þvert yfir Grænlandsjökul 10. maí 2012 09:15 Vilborg er á leiðinni yfir Grænlandsjökul ásamt Valdimari Halldórssyni. Vilborg Anna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson eru lögð af stað í mikla ævintýraferð á Grænlandi þar sem förinni er heitið um 540 km leið yfir Grænlandsjökul. Áætlaður leiðangurstími er um fjórar vikur. Vilborg og Valdimar lögðu af stað um síðustu helgi upp frá litlu þorpi á austurströnd Grænlands, sem ber nafnið Isotorq. Ferðin hefur gengið vel en slæmt veður setti þó strik í reikninginn í fyrradag þegar þau þurftu að halda kyrru fyrir í tjaldi sínu. ,,Fyrsti dagur ferðarinnar fór í að ferja búnað upp á jökul þar sem við lögðum skíði undir fót og héldum áleiðis yfir jökulinn. Svo lögðum við af stað. Við fórum með hundasleðum um 25 km upp í um 800 m hæð og gengum síðan áfram. Færið var þungt í fyrstu og var snjórinn að festast undir skinnunum, þá var vindurinn líka í fangið. Nú erum við komin hærra upp og það er orðið kaldara og skíðafærið fer batnandi. Við drögum með okkur vistir á snjópúlkum sem vega um 75 kg. Skjól, góður fatnaður frá 66°norður, gott tjald og vel samsett matarræði skiptir höfuðmáli í svona leiðangrum," segir Vilborg sem segir að veðrið hafi verið misgott, skipst hafi á gott og bjart veður og einnig mikill vindur og skafrenningur sem hafi gert það verkum að þau hafi þurft að halda kyrru fyrir í tjöldum sínum í fyrradag. ,,Við náðum að ganga tæpa 50 km. fyrstu tvo dagana og 16 km. í gær þegar við komumst aftur af stað eftir slæmt veður og kyrrsetu í tjaldinu. Nú er spáin betri og við vonumst til að það verði gott veður næstu daga." Vilborg sem hefur verið með annan fótinn á fjöllum síðastliðin 10 ár. Bæði hefur hún unnið sem leiðsögumaður í fjallaferðum sem og ferðast mikið á eigin vegum. Aðspurð segir hún æfingarnar fyrir Grænlandsferðina hafi að mestu farið fram í nágrenni við heimabyggð hennar á Hvolsvelli. ,,Þar er aðgegni að fjöllum gott og auðvelt að skreppa í stutta æfingatúra eftir vinnu. Lengri ferðir skipta líka miklu máli í undirbúningnum og hef ég bæði skíðað yfir Vatnajökul, hjólað yfir hálendið í fyrstu vetrarsnjónum auk þess að fara í nokkra vikna siglingaleiðangra á skonnortu til austurstrandar Grænlands. Andlegi þátturinn er ekki síður mikilvægur og menn verða að vera tilbúnir í langa daga í erfiðum aðstæðum. Ég hef markvisst þjálfað hugann í þessa átt og síðasta sumar eyddi ég einni viku alein í óbyggðum Scoresbysunds á Grænlandi. Við slíkar aðstæður kynnist maður sjálfum sér vel og eflir andlegan styrk," segir hún. Hún segir að það sé langþráður draumur að vera loksins komin á þennan stað. ,,Mikill tími hefur farið í undirbúning og eftirvæntingin er því mikil. Margir hafa lagt hönd á plóginn við að uppfylla þennan draum og gott er að finna stuðning fólks úr ólíkum áttum," segir Vilborg ánægð. Fylgjast má með ferðum Vilborgar og Valdimars hér. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Vilborg Anna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson eru lögð af stað í mikla ævintýraferð á Grænlandi þar sem förinni er heitið um 540 km leið yfir Grænlandsjökul. Áætlaður leiðangurstími er um fjórar vikur. Vilborg og Valdimar lögðu af stað um síðustu helgi upp frá litlu þorpi á austurströnd Grænlands, sem ber nafnið Isotorq. Ferðin hefur gengið vel en slæmt veður setti þó strik í reikninginn í fyrradag þegar þau þurftu að halda kyrru fyrir í tjaldi sínu. ,,Fyrsti dagur ferðarinnar fór í að ferja búnað upp á jökul þar sem við lögðum skíði undir fót og héldum áleiðis yfir jökulinn. Svo lögðum við af stað. Við fórum með hundasleðum um 25 km upp í um 800 m hæð og gengum síðan áfram. Færið var þungt í fyrstu og var snjórinn að festast undir skinnunum, þá var vindurinn líka í fangið. Nú erum við komin hærra upp og það er orðið kaldara og skíðafærið fer batnandi. Við drögum með okkur vistir á snjópúlkum sem vega um 75 kg. Skjól, góður fatnaður frá 66°norður, gott tjald og vel samsett matarræði skiptir höfuðmáli í svona leiðangrum," segir Vilborg sem segir að veðrið hafi verið misgott, skipst hafi á gott og bjart veður og einnig mikill vindur og skafrenningur sem hafi gert það verkum að þau hafi þurft að halda kyrru fyrir í tjöldum sínum í fyrradag. ,,Við náðum að ganga tæpa 50 km. fyrstu tvo dagana og 16 km. í gær þegar við komumst aftur af stað eftir slæmt veður og kyrrsetu í tjaldinu. Nú er spáin betri og við vonumst til að það verði gott veður næstu daga." Vilborg sem hefur verið með annan fótinn á fjöllum síðastliðin 10 ár. Bæði hefur hún unnið sem leiðsögumaður í fjallaferðum sem og ferðast mikið á eigin vegum. Aðspurð segir hún æfingarnar fyrir Grænlandsferðina hafi að mestu farið fram í nágrenni við heimabyggð hennar á Hvolsvelli. ,,Þar er aðgegni að fjöllum gott og auðvelt að skreppa í stutta æfingatúra eftir vinnu. Lengri ferðir skipta líka miklu máli í undirbúningnum og hef ég bæði skíðað yfir Vatnajökul, hjólað yfir hálendið í fyrstu vetrarsnjónum auk þess að fara í nokkra vikna siglingaleiðangra á skonnortu til austurstrandar Grænlands. Andlegi þátturinn er ekki síður mikilvægur og menn verða að vera tilbúnir í langa daga í erfiðum aðstæðum. Ég hef markvisst þjálfað hugann í þessa átt og síðasta sumar eyddi ég einni viku alein í óbyggðum Scoresbysunds á Grænlandi. Við slíkar aðstæður kynnist maður sjálfum sér vel og eflir andlegan styrk," segir hún. Hún segir að það sé langþráður draumur að vera loksins komin á þennan stað. ,,Mikill tími hefur farið í undirbúning og eftirvæntingin er því mikil. Margir hafa lagt hönd á plóginn við að uppfylla þennan draum og gott er að finna stuðning fólks úr ólíkum áttum," segir Vilborg ánægð. Fylgjast má með ferðum Vilborgar og Valdimars hér.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira