Lífið

Engir stjörnustælar

myndir/cover media og Bazaar
Leikkonan Nicole Kidman heldur á dóttur sinni, Faith, á stórglæsilegri forsíðu ástralska tímaritsins Harper’s Bazaar klædd í svartan Gucci kjól. Eldri dóttir leikkonunnar, Sunday Rose, var einnig á staðnum þegar myndatakan fór fram.

Þegar myndatakan fór fram mætti Nicole á réttum tíma og stillti sér upp ásamt dætrum sínum. Þá voru mæðgurnar einnig myndaðar fyrir fjölskyldualbúm leikkonunnar. Sagan segir að Nicole sé einstaklega þægileg og kurteis. Þá vildi hún síst af öllu sleppa takinu af dætrum sínum alla myndatökuna sem stóð yfir í heilan dag.

Þá má sjá leikkonuna ásamt leikaranum Colin Firth kynna væntanlega kvikmynd sem ber heitið The Railway Man í Edinborg á dögunum en þau fara með aðalhlutverkin í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.