Lífið

Barrymore og Diaz á Coldplay tónleikum

myndir/cover media
Leikkonurnar Drew Barrymore og Cameron Diaz leiddust þegar þær yfirgáfu Coldplay tónleika á föstudagskvöldið í Hollywood. Stöllurnar sem léku saman í kvikmyndunum um englana hans Charlie eru góðar vinkonur.

Í myndasafni má einnig sjá myndir sem teknar voru af Drew fyrr sama dag þar sem hún hitti hárgreiðslukonu fræga fólksins Tracy Cunningham fyrir utan Byron og Tracey hárgreiðslustofuna í Beverly Hills.

Chris Martin, söngvari hljómsveitarinnar Coldplay er einmitt eiginmaður leikkonunnar Gwyneth Paltrow, sem er vinkona Drew og Cameron.

Skoða myndir hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.