Fótbolti

Rossi: Ljajic móðgaði móður mína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Knattspyrnustjórinn Delio Rossi, sem réðst á eigin leikmann nú á dögunum, hefur útskýrt af hverju hann reiddist svo.

Rossi var rekinn frá Fiorentina eftir að hann sló ítrekað til Serbans Adem Ljajic eftir að sá síðarnefndi var tekinn af velli í leik gegn Novara á miðvikudagskvöldið.

„Þegar að Ljajic var að labba í varamannaskýlið sneri hann sér að mér og móðgaði mig á serbnesku," sagði Rossi við ítalska fjölmiðla í dag.

„En ég hef þjálfað marga serbneska leikmenn í gegnum tíðina og skildi því það sem hann sagði," sagði hann og bætti við að Ljacic hafði haft mjög niðrandi orð um móður sína.

Vincenzo Guerini hefur verið ráðinn til Fiorentina í stað Rossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×