Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2012 22:55 Sjávarfossinn, eða Fossinn eins og hann er oft kallaður, er í margra augum einkenni Elliðaánna. Borgarráð samþykkti í dag að laxveiðitímabilið í Elliðaánum verði lengt. Mikil umfram eftirspurn var eftir leyfum í ánum fyrir þetta sumar. Fengu því mun færri félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur leyfi í ánum en vildu. Vegna stöðunnar sem upp var komin óskaði SVFR í febrúar eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að tímabilið yrði lengt um tuttugu daga nú í sumar; um fimm daga framan við tímabilið sem á að hefjast 20. júní og um fimmtán daga aftan við tímabilið sem ella hefði endað í lok ágúst. Orkuveitan óskaði í framhaldinu eftir því við Reykjavíkurborg að heimild yrði gefin fyrir fjölgun daganna og samþykkti borgarráð erindið í dag. Ekki kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag nákvæmlega hversu mörgum dögum var á endanum bætt við. Krafa er gerð um það að eingöngu sé veitt á flugu frá og með 1. september og að öllum laxi sem þá veiðist sé sleppt. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði
Borgarráð samþykkti í dag að laxveiðitímabilið í Elliðaánum verði lengt. Mikil umfram eftirspurn var eftir leyfum í ánum fyrir þetta sumar. Fengu því mun færri félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur leyfi í ánum en vildu. Vegna stöðunnar sem upp var komin óskaði SVFR í febrúar eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að tímabilið yrði lengt um tuttugu daga nú í sumar; um fimm daga framan við tímabilið sem á að hefjast 20. júní og um fimmtán daga aftan við tímabilið sem ella hefði endað í lok ágúst. Orkuveitan óskaði í framhaldinu eftir því við Reykjavíkurborg að heimild yrði gefin fyrir fjölgun daganna og samþykkti borgarráð erindið í dag. Ekki kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag nákvæmlega hversu mörgum dögum var á endanum bætt við. Krafa er gerð um það að eingöngu sé veitt á flugu frá og með 1. september og að öllum laxi sem þá veiðist sé sleppt.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði