Lífið

Contraband toppar iTunes

Baltasar Kormákur leikstjóri.
Baltasar Kormákur leikstjóri.
Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, smellurinn Contraband, heldur áfram að gera góða hluti vestanhafs.

Myndin hefur vermt toppsæti lista iTunes yfir leigumyndir upp á síðkastið og samkeppnin samanstendur ekki af aukvisum: Nýjasta Mission Impossible-myndin, The Girl With the Dragon Tattoo og Haywire eftir Steven Soderbergh eru í baráttunni um toppsætið.

Fréttablaðið greindi nýlega frá því að Contraband væri á meðal mest stolnu mynda heims, en ljóst er að fjölmargir eru tilbúnir að greiða fyrir áhorfið - eins og miðasölutölur sýndu reyndar líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.