Innlent

Svona er dagskráin um allt land í dag

Lúðrasveitin blæs í blásturshljóðfæri.
Lúðrasveitin blæs í blásturshljóðfæri. Vísir
Baráttudagur verkalýðsins, 1.maí, er í dag, af því tilefni eru hátíðarsamkomur og kaffisamsæti á að minnsta kosti 38 stöðum á landinu. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi klukkan eitt og leggur kröfuganga af stað klukkan hálf tvö, göngunni lýkur á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan tíu mínútur yfir tvö.

Hér að neðan er listi yfir þær samkomur sem ASÍ hefur vitneskju um:

Reykjavík

Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13 og leggur kröfugangan af stað kl. 13:30. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14:10. Nánari dagskrá má sjá hér.

Að loknum útifundinum á Ingólfstorgi eða kl. 15:15 hefst kaffisamsæti stéttarfélaganna í Reykjavík. Þau verða á eftirtöldum stöðum:

BSRB: Grettisgötu 89

Efling: Valsheimilið við Hlíðarenda

Byggiðn: Ýmissalurinn Skógarhlíð

FBM: Hverfisgötu 21

FIT: Ýmissalurinn Skógarhlíð

KÍ: Kaffi Reykjavík

Matvís: Stórhöfða 27, að neðanverðu

RSÍ: Stórhöfða 27, að neðanverðu

VM: Gullhamrar, Þjóðhildarstíg 2

VR: Höfðatorg, Höfðatúni 2

Selfoss

Safnast saman við Tryggvatorg og lagt af stað klukkan 11.00 við undirleik Lúðrasveitar Selfoss. Félagar í hestamannafélaginu Sleipni fara fyrir göngunni. Stórglæsileg hátíðardagskrá fer fram utandyra.

Fundarstjóri er Stefanía Geirsdóttir frá Foss.

Ræðumenn dagsins eru Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðarmaður og Guðrún Jónsdóttir frá Félagi eldri borgara á Selfossi.

Lína langsokkur skemmtir og hljómsveitin Blár Ópal flytur nokkur lög. Félagar í Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna eðalvagna á svæðinu. Stéttarfélögin bjóða börnum andlitsmálningu og stuttan reiðtúr sem Hestamannafélagið Sleipnir sér um.

Í tilefni dagsins bjóða stéttarfélögin gestum upp á hátíðarkaffi.

Vestamannaeyjar

Hátíðahöldin verða í Alþýðuhúsinu samkvæmt dagskrá.

Húsið opnar kl. 14:30 og hálftíma síðar hefst baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum.

Kristín Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands flytur 1. maí ávarpið.

Tónlistarskóli Vestmannaeyja sér um tónlistina.

Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana.

5. fl. karla í knattspyrnu selja 1. maí merkin og rennur allt söluandvirði merkjanna til þeirra.

Bæjarbúar takið vel á móti sölubörnum.

Sandgerði

Í tilefni af baráttudegi verkafólks 1. maí verður Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis með opið hús að Tjarnargötu 8, húsi félagsins frá kl. 15 - 17.

Kaffi og meðlæti og létt spjall. Allir velkomnir.

Reykjanesbær

Hátíðardagskrá í Stapa, húsið opnar kl. 13:45 og formleg dagskrá hefst kl. 14:00.

Setning - Ólafur S. Magnússon Félagi iðn og tæknigreina

Ræða dagsins - Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands og varaforseti ASÍ

Bríet Sunna Valdimarsdóttir syngur nokkur lög

Töframaðurinn Daníel Örn

Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena í FS flytja atriði úr verkinu Með allt á hreinu

Kór Keflavíkurkirkju syngur nokkur lög

Kynnir - Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja

Kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna

Kl. 13:00 - Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík

Hafnarfjörður

Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar kl. 13:30 og leggur kröfugangan af stað kl. 14:00. Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3 kl. 14:30 .

Athugið húsið opnar ekki fyrr en kröfugangan kemur í hús.

Fundastjóri - Jóhanna M. Fleckenstein

Ávarp dagsins - Linda Baldursdóttir varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar

Ræða - Karl Rúnar Þórsson formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar

Skemmtiatriði - Freyr Eyjólfsson eftirherma og tónlistarmaður fer með gamanmál.

Kaffihlaðborð í boði stéttafélaganna að fundi loknum

Akranes

Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga.

Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.

Fundarstjóri - Vilhjálmur Birgisson

Ræðumaður dagsins - Vilhjálmur Birgisson

Stúkurnar syngja nokkur lög

Kaffiveitingar

(Athugið! Því miður er Bíóhöllin upptekin vegna leiksýningar og ekki hægt að bjóða börnum á sýningu eins og verið hefur)

Borgarnes

Hátíðarhöldin verða í Hótel Borgarness og hefjast kl. 14.00

Hátíðin sett: Sjöfn Elísa Albertsdóttir skrifstofustjóri Stéttarfélags Vesturlands

Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur

Ræða dagsins: Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans að Bifröst

Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Uppsveitin tekur lagið og Freyjukórinn syngur

Internasjónalinn

Kynnir - Sjöfn Elísa Albertsdóttir

Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Einnig verður frítt í sund fyrir alla fjölskylduna í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í tilefni dagsins og síðast en ekki síst verða tvær kvikmyndasýningar fyrir börn í Óðali kl. 13:30 og 15:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa.



Búðardalur

Stéttarfélag Vesturlands og Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu standa saman að samkomu í Leifsbúð, Búðardal á baráttudegi verkalýðsins.

Dagskrá hefst kl.15:00:

Kynnir - Kristín G. Ólafsdóttir

Ræðumaður - Eva Björk Sigurðardóttir

Skemmtikraftar - Samkórinn, Vorboðinn flytur nokkur lög og Heiða Ólafsdóttir (Idol) syngur fyrir gesti.

Boðið verður uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni

Ísafjörður

Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi.

Dagskráin í Edinborg:

Lúðrasveit tónlistaskólans - stjórnandi Madis Maekalle

Ræðumaður dagsins - Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambandsins.

Tónlistaratriði - BMW gengið spilar nokkur lög.

Pistill dagsins - Herdís Hübner kennari Grunnskólans á Ísafirði.

Tónlistaratriði - Nemendur Menntaskólans á Ísafirði flytja nokkur atriði úr söngleiknum Grease.

Í vinnufötum og slitnum skóm - Elfar Logi Hannesson

Verkalýðssagan vestfirska er saga allra Vestfirðinga í þessu leikverki verður fjallað um upphafið að baráttunni fyrir vestan.

Kaffiveitingar í boði 1. maí nefndar í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum. Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00.

Blönduós

1. maí hátíðarhöld í Félagsheimilinu á Blönduósi þriðjudaginn 1. maí kl. 15.00.

Lúðrasveit Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu leikur.

Þverflaututríó - nemendur Tónlistarskóla A-Húnavatnssýlsu

Ræðumaður - Hákon Hákonarson, fráfarandi formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög

Bíósýning fyrir börnin.

Kaffiveitingar í boði Stéttarfélagsins Samstöðu.

Skagafjörður

Hátíðardagskrá þann 1.maí. hefst kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Ræðumaður verður Ágúst Ólason, skólastjóri í Varmahlíðarskóla.

Að venju verða kaffiveitingar og skemmtiatriði úr ýmsum áttum.

Akureyri

Kröfuganga -göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30

Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar kl. 14:00

Happdrættismiðar afhentir göngufólki

Hátíðardagskrá í HOFI að lokinni kröfugöngu

Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, formaður FVSA Aðalræða dagsins Stefán Einar Stefánsson, formaður LÍV

Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu

Kristján Edelstein og Pétur Hallgrímsson

Atriði frá Point dansstúdíó

Hundur í óskilum

Fjallabyggð

Dagskrá verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði frá kl. 14:30 til 17:00

Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna - Margrét Jónsdóttir

Kaffiveitingar

Húsavík

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2012 kl. 14.00.

Dagskrá:

Ávarp - Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar

Hátíðarræða - Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB

Spil og söngur - ungstjarnan Ruth Ragnarsdóttir syngur

Gamanmál - Einar Georg Einarsson fer með gamanmál

Spil og Söngur - Friðrik Ómar Hjörleifsson spilar og syngur þekkt lög

Söngur - Karlakórinn Hreimur

Spil og söngur - Jógvan Hansen tekur nokkur lög, m.a. með karlakórnum

Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn.

Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á

kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna.

Þórshöfn

1.maí býður Verkalýðsfélag Þórshafnar, gestum og gangandi frítt í sali og sund í íþróttahúsinu og súpu og brauð í hádeginu. Opið frá 11 - 14.

Allir velkomnir.

Austurland AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins.

1. maí hátíðarföld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum:

Vopnafjörður

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00.

Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði til skemmtunar.

Ræðumaður: Kristján Magnússon

Borgarfjörður eystri

Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00

Kvenfélagið Eining sér um veitingar.

Ræðumaður: Þröstur Bjarnason

Seyðisfjörður

Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.

8 og 9 bekkur Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði,.

Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Egilsstaðir

Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði kl. 10.00

Brunch og tónlistaratriði.

Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Reyðarfjörður

Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00.

9. bekkur sjá um kaffiveitingar og Tónskóli Reyðarfjarðar sjá um tónlistaratriði.

Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Eskifjörður

Hátíðardagskrá verður í Melbæ félagsheimili eldri borgara kl. 14:00.

Félag eldri borgara sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði.

Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir

Neskaupstaður

Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Norðfjarðar kl.14.00.

Félag eldriborgara sjá um kaffiveitingar. Félag harmonikkuunnenda sjá um tónlist.

Ræðumaður: Grétar Ólafsson

Fáskrúðsfjörður

Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00

9. bekkur grunnskólans sjá um kaffiveitingar, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarða.

Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson

Stöðvarfjörður

Hátíðarkaffi verður í Brekkunni kl. 15:00

Kaffiveitiningar og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarða.

Ræðumaður: Sverrir Kristján Einarsson

Breiðdalsvík

Hátíðardagskrá verður á Hótel Bláfelli frá kl. 14:00

Kaffiveitingar og tónlistarartiði.

Ræðumaður: Bryndís Aradóttir

Djúpavogur

Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 10:00,

Brunch og tónlistaratriði.

Ræðumaður: Gunnhildur Imsland

Hornafjörður

Hátíðardagskrá verður á Hótel Höfn kl. 14:00.

Kaffiveitingar, og Lúðrasveit Hornafjarðar.

LEGO hópur, Strákarnir sem fóru í Músíktilraunir frá Höfn.

Ræðumaður: Reynir Arnórsson

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×