Innlent

Vefsíða opnuð til höfuðs forseta Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kafli um forsetann er birtur á vefsíðunni forsetinn.is
Kafli um forsetann er birtur á vefsíðunni forsetinn.is
Ónafngreindir aðilar hafa opnað vefsíðu sem leynt og ljóst er beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Á vefsíðunni, forsetinn.is, er ekkert birt annað en kafli úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem fjallar um þátt forsetans í aðdraganda að bankahruninu.

„Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki," segir fremst á síðunni.

Skráður eigandi lénsins forsetinn.is er Jón Þorbjörn Magnússon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×