Afar óskynsamlegt að ráðast í framkvæmdir meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2012 17:44 Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það er ekki skynsamlegt að opinber fjárfesting ríkisins sé mikil um þessar mundir, enda er hún lítil. Ríkið kemur úr hruninu með mjög mikinn halla og það var lykilatriði að við kæmum fram með áætlun til að loka því gati yfir tíma," segir Már í þættinum. Nú sjáum við skuldsetningu vegna Landspítala háskólasjúkrahúss, er ekki hættulegt að ráðast í slíka fjárfestingu á meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur? „Ég ætla ekki að leggja dóm á einstaka framkvæmdir. Aðalatriðið hjá okkur er heildarmyndin og það var í gangi þessi áætlun, að ná jöfnuði á ríkissjóði á þessu ári og hún var lengd til ársins 2013. Það er líka áætlun um afnám haftanna (…) og að öllu óbreyttu eiga höftin að fara 2014. Þegar það gerist er mjög mikilvægt að lánsfjárþörf ríkissjóðs sé sem minnst og helst engin," segir Már í Klinkinu. Fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans sem kemur út ársfjórðungslega, að fjárfesting hins opinbera hafi verið lítil frá því aðhaldsaðgerðir hófust árið 2009 og nam fjárfestingin á síðasta ári um 2,2 prósentum af landsframleiðslu, sem er vel fyrir neðan þrjátíu ára meðaltal sem er 2,7 prósent. Á síðasta ári var fjárfesting hins opinbera einungis 43 prósent af því sem hún var á árinu 2007, þegar hún var mest. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði voru gefin loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu, aðallega á árunum 2011 og 2012. Þær framkvæmdir eru að verulegu leyti utan fjárlaga, eins og bygging nýs Landspítala og Vaðlaheiðargöng. Íslenska ríkið er núna með í undirbúningi að taka 100 prósent verðtryggt húsnæðislán upp á 50 til 60 milljarða króna til að fjármagna byggingu nýs spítala. Sjá nánari umfjöllun um þetta og skyld mál hér. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu með því að smella hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það er ekki skynsamlegt að opinber fjárfesting ríkisins sé mikil um þessar mundir, enda er hún lítil. Ríkið kemur úr hruninu með mjög mikinn halla og það var lykilatriði að við kæmum fram með áætlun til að loka því gati yfir tíma," segir Már í þættinum. Nú sjáum við skuldsetningu vegna Landspítala háskólasjúkrahúss, er ekki hættulegt að ráðast í slíka fjárfestingu á meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur? „Ég ætla ekki að leggja dóm á einstaka framkvæmdir. Aðalatriðið hjá okkur er heildarmyndin og það var í gangi þessi áætlun, að ná jöfnuði á ríkissjóði á þessu ári og hún var lengd til ársins 2013. Það er líka áætlun um afnám haftanna (…) og að öllu óbreyttu eiga höftin að fara 2014. Þegar það gerist er mjög mikilvægt að lánsfjárþörf ríkissjóðs sé sem minnst og helst engin," segir Már í Klinkinu. Fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans sem kemur út ársfjórðungslega, að fjárfesting hins opinbera hafi verið lítil frá því aðhaldsaðgerðir hófust árið 2009 og nam fjárfestingin á síðasta ári um 2,2 prósentum af landsframleiðslu, sem er vel fyrir neðan þrjátíu ára meðaltal sem er 2,7 prósent. Á síðasta ári var fjárfesting hins opinbera einungis 43 prósent af því sem hún var á árinu 2007, þegar hún var mest. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði voru gefin loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu, aðallega á árunum 2011 og 2012. Þær framkvæmdir eru að verulegu leyti utan fjárlaga, eins og bygging nýs Landspítala og Vaðlaheiðargöng. Íslenska ríkið er núna með í undirbúningi að taka 100 prósent verðtryggt húsnæðislán upp á 50 til 60 milljarða króna til að fjármagna byggingu nýs spítala. Sjá nánari umfjöllun um þetta og skyld mál hér. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu með því að smella hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira