Vill halda í krónuna en bylta stefnunni í peningamálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2012 14:06 Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við. Frosti lýsti þessum viðhorfum í Klinkinu nýlega. Hann vill að hér verði innleidd önnur stefna í peningamálum byggð á kenningum bandaríska hagfræðingsins Irving Fisher, en tillögur hans ganga út á að bundinn verði endir á hið svokallaða brotaforðakerfi þar sem bankar geta lánað út lausar innistæður og að í staðinn verði tekið upp kerfi þar sem bankar geta eingöngu tekið við sparnaði og lánað hann út. „Þegar maður fer að útskýra þetta fyrir fólki þá spyr fólk, er það ekki þannig sem bankar vinna? Þeir safna innlánum og lána út? En þetta er í rauninni ekki þannig. Þeir þurfa ekki að safna innlánum til að lána út peninga og búa til peninga," segir Frosti. Hann segir að mikil auðlind sé fólgin í því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, en hins vegar þurfi að stýra honum rétt. „Peningamagnsstjórnunin hefur verið rót óstöðugleika. Og það er hægt að koma í veg fyrir hann. Það er dálítið sérstakt að í stjórnarskránni er ekkert sagt um hvernig peningavaldið skuli temprað. (…) Það er ekki orð um það í íslensku stjórnarskránni," segir Frosti en hann segar afar mikilvægt að ákvæði sé í stjórnarskránni um hvernig fara skuli með þetta mikla vald. Frosti segir að bankarnir geti í raun búið til nýjar krónur inn í kerfið með því að lána peninga. Seðlabankinn geti síðan fylgt á eftir með veikburða stýritækjum. Sjá má viðtal við Frosta hér. Klinkið Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við. Frosti lýsti þessum viðhorfum í Klinkinu nýlega. Hann vill að hér verði innleidd önnur stefna í peningamálum byggð á kenningum bandaríska hagfræðingsins Irving Fisher, en tillögur hans ganga út á að bundinn verði endir á hið svokallaða brotaforðakerfi þar sem bankar geta lánað út lausar innistæður og að í staðinn verði tekið upp kerfi þar sem bankar geta eingöngu tekið við sparnaði og lánað hann út. „Þegar maður fer að útskýra þetta fyrir fólki þá spyr fólk, er það ekki þannig sem bankar vinna? Þeir safna innlánum og lána út? En þetta er í rauninni ekki þannig. Þeir þurfa ekki að safna innlánum til að lána út peninga og búa til peninga," segir Frosti. Hann segir að mikil auðlind sé fólgin í því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, en hins vegar þurfi að stýra honum rétt. „Peningamagnsstjórnunin hefur verið rót óstöðugleika. Og það er hægt að koma í veg fyrir hann. Það er dálítið sérstakt að í stjórnarskránni er ekkert sagt um hvernig peningavaldið skuli temprað. (…) Það er ekki orð um það í íslensku stjórnarskránni," segir Frosti en hann segar afar mikilvægt að ákvæði sé í stjórnarskránni um hvernig fara skuli með þetta mikla vald. Frosti segir að bankarnir geti í raun búið til nýjar krónur inn í kerfið með því að lána peninga. Seðlabankinn geti síðan fylgt á eftir með veikburða stýritækjum. Sjá má viðtal við Frosta hér.
Klinkið Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira