Innlent

Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm

Austurvöllur
Austurvöllur
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir nauðgun í september á síðasta ári. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa veist að konu á Austurvelli í Reykjavík er hún hafði þvaglát og stungið tveimur fingrum í endaþarm hennar.

Dómur Héraðsdóms stendur samkvæmt Hæstarétti en maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald mannsins.

Þá var manninum gert að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Honum verður einnig gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins en hann nemur 402.442 krónur.

Maðurinn játaði verknaðinn fyrir Héraðsdómi en hann kvaðst hafa gert þetta af fíflaskap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×