Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2025 21:54 Hallgrímur Páll Leifsson, flugstjóri hjá Mýflugi, í viðtali við Stöð 2 á flugvellinum í Narsarsuaq. KMU Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. Í fréttum Stöðvar 2 var fylgst með Beechcraft King Air-flugvél Mýflugs koma inn til lendingar á flugvellinum í Narsarsuaq eftir tveggja stunda flug frá Reykjavík. Farþegarnir um borð í þessari níu sæta flugvél voru á vegum málmleitarfélags Elds Ólafssonar, Amaroq. Icelandair hefur lengi verið öflugt í Grænlandsflugi en minni íslensk félög sinna þar einnig margvíslegum verkefnum. Þannig sinnir Mýflug leiguflugi til Grænlands. Beechcraft King Air-flugvél Mýflugs við flugstöðina í Narsarsuaq.KMU „Við erum náttúrlega ekki með það stórar vélar að við erum ekki í beinni áætlun hérna. En förum í leiguflug, tökum svona hópa eins og núna sem eru að koma í þessa námu. Og svolítið í þyrluskíðahópum. Komum með þá á austurströndina, til Kulusuk,“ segir Hallgrímur Páll Leifsson, flugstjóri hjá Mýflugi. -Þannig að Grænland hefur ennþá þýðingu fyrir íslenskan flugrekstur? „Já, gríðarlega mikla. Og mikla fyrir okkur flugrekendurna sem höfum verið að gera út frá Akureyri,“ segir Hallgrímur. Mýflug hefur einnig hlaupið í skarðið í sjúkraflugi fyrir Grænlendinga. „Að leysa Grænlendingana af, Air Greenland, í sjúkraflugi. Þeir eru með eina svona vél eins og við. Þegar hún þarf í skoðun eða bilar hafa þeir stundum hringt í okkur.“ Frá Suður-Grænlandi.KMU Hallgrímur segir það einnig gott og skemmtilegt fyrir íslensku flugmennina að fá að kynnast fluginu á Grænlandi. Það sé svolítið frábrugðið því að fljúga á Íslandi. Flugmenn upplifi til dæmis meira frelsi á Grænlandi. „Umhverfið á Íslandi er svo stjórnað. Þar er allt flugstjórnarrými stjórnað. Hér erum við í óstjórnuðum rýmum meira og minna. Menn tala bara saman til að viðhalda fjarlægðum.“ Og það sé magnað að fljúga innan um stórbrotna tinda Grænlands, yfir firðina og skriðjöklana. Fjöllin séu miklu hærri. Flogið yfir einn af fjörðum Suður-Grænlands í vetrarsól.KMU „Þetta er alveg stórkostlegt. Og það væri alveg gaman að koma með sína vél og fljúga hérna í kring, bara með litla vél.“ -Bara einkaflugvél? „Já, ég held að það væri alveg stórkostlegt að skoða sig um á þessu svæði. Að fljúga hérna yfir, sama hvort það er að vetri eða sumri, þetta er alveg stórbrotið landslag,“ segir flugstjóri Mýflugs. Í frétt Stöðvar 2 má sjá flug um stórbrotið landslag Suður-Grænlands: Grænland Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Icelandair Amaroq Minerals Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21 Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fylgst með Beechcraft King Air-flugvél Mýflugs koma inn til lendingar á flugvellinum í Narsarsuaq eftir tveggja stunda flug frá Reykjavík. Farþegarnir um borð í þessari níu sæta flugvél voru á vegum málmleitarfélags Elds Ólafssonar, Amaroq. Icelandair hefur lengi verið öflugt í Grænlandsflugi en minni íslensk félög sinna þar einnig margvíslegum verkefnum. Þannig sinnir Mýflug leiguflugi til Grænlands. Beechcraft King Air-flugvél Mýflugs við flugstöðina í Narsarsuaq.KMU „Við erum náttúrlega ekki með það stórar vélar að við erum ekki í beinni áætlun hérna. En förum í leiguflug, tökum svona hópa eins og núna sem eru að koma í þessa námu. Og svolítið í þyrluskíðahópum. Komum með þá á austurströndina, til Kulusuk,“ segir Hallgrímur Páll Leifsson, flugstjóri hjá Mýflugi. -Þannig að Grænland hefur ennþá þýðingu fyrir íslenskan flugrekstur? „Já, gríðarlega mikla. Og mikla fyrir okkur flugrekendurna sem höfum verið að gera út frá Akureyri,“ segir Hallgrímur. Mýflug hefur einnig hlaupið í skarðið í sjúkraflugi fyrir Grænlendinga. „Að leysa Grænlendingana af, Air Greenland, í sjúkraflugi. Þeir eru með eina svona vél eins og við. Þegar hún þarf í skoðun eða bilar hafa þeir stundum hringt í okkur.“ Frá Suður-Grænlandi.KMU Hallgrímur segir það einnig gott og skemmtilegt fyrir íslensku flugmennina að fá að kynnast fluginu á Grænlandi. Það sé svolítið frábrugðið því að fljúga á Íslandi. Flugmenn upplifi til dæmis meira frelsi á Grænlandi. „Umhverfið á Íslandi er svo stjórnað. Þar er allt flugstjórnarrými stjórnað. Hér erum við í óstjórnuðum rýmum meira og minna. Menn tala bara saman til að viðhalda fjarlægðum.“ Og það sé magnað að fljúga innan um stórbrotna tinda Grænlands, yfir firðina og skriðjöklana. Fjöllin séu miklu hærri. Flogið yfir einn af fjörðum Suður-Grænlands í vetrarsól.KMU „Þetta er alveg stórkostlegt. Og það væri alveg gaman að koma með sína vél og fljúga hérna í kring, bara með litla vél.“ -Bara einkaflugvél? „Já, ég held að það væri alveg stórkostlegt að skoða sig um á þessu svæði. Að fljúga hérna yfir, sama hvort það er að vetri eða sumri, þetta er alveg stórbrotið landslag,“ segir flugstjóri Mýflugs. Í frétt Stöðvar 2 má sjá flug um stórbrotið landslag Suður-Grænlands:
Grænland Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Icelandair Amaroq Minerals Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21 Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11
Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21
Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45