Enski boltinn

Mata talar um að vinna þrjá titla til viðbótar í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Juan Mata og Fernando Torres með enska bikarinn.
Juan Mata og Fernando Torres með enska bikarinn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Þetta gæti verið stórt sumar fyrir Spánverjann Juan Mata hjá Chelsea. Hann hefur þegar unnið enska bikarinn með Chelsea-liðinu á sínu fyrsta tímabili en er með augastað á þremur titlum til viðbótar í sumar.

Næst á dagskrá er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Bayern München á laugardaginn kemur en Mata á einnig möguleika á því að vinna tvo titla með Spánverjum áður en nýtt tímabil hefst í haust.

„Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér en ég bjóst aldrei við að þetta gengi svona vel á mínu fyrsta tímabili. Ég er búinn að spila fullt af leikjum og vinna enska bikarinn," sagði Juan Mata í viðtali við Daily Express.

Juan Mata er með 12 mörk og 19 stoðsendingar í 53 leikjum í öllum keppnum með Chelsea á þessu tímabili.

„Það væri frábært fyrir mig ef að liðin mín myndu vinna Meistaradeildina, Evrópumótið og svo Ólympíuleikana. Spánn er eitt af sigurstranglegustu liðunum í báðum keppnunum og við ætlum að reyna að verja titilinn á EM," sagði Mata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×