Innlent

Þóra óskar Ólafi Ragnari til hamingju með afmælið

Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta, samkvæmt könnun Fréttablaðsins frá því um miðjan apríl.
Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta, samkvæmt könnun Fréttablaðsins frá því um miðjan apríl. mynd/Vísir.is
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi óskar Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til hamingju með afmælið á Facebook-síðu sinni í dag. Ólafur Ragnar fagnar 69 ára afmæli sínu í dag, 14. maí. Í færslu á síðu sinni segir Þóra að þau hjónin bíði í rólegheitunum eftir nýjasta fjölskyldumeðliminum en Þóra á von á barni á næstu dögum.

„Eins og kom skýrt fram þegar ég tilkynnti um framboðið, þá tel ég forsetaembættið eiga að vera ópólitískt og það er augljóst að stór hluti þjóðarinnar deilir því sjónarmiði. Ég minni líka aftur á að Sigrún Þorgeirsdóttir er kosningastjóri framboðsins, ykkur er óhætt að hafa samband við hana ef eitthvað er," segir Þóra meðal annars á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×