Hún er drottning málþófsins Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2012 20:15 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á sjálf Íslandsmetið í málþófi á Alþingi, með langlengstu ræðu sem þar hefur verið flutt frá því rafrænar mælingar hófust á ræðutíma þingmanna. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa síðustu daga sakað stjórnarandstæðinga um málþóf, síðast Jóhanna í ræðu í gær þar sem hún vildi meina að þingstörfin gengju betur „..ef það er ekki hérna eilíft málþóf upp í öllum málum", sagði hún. Og hér er talað af reynslu, miðað við lista Alþingis yfir lengstu ræður, en listinn nær þó aðeins aftur til ársins 1991, þegar tölvuskráning ræðutíma hófst. Í þremur efstu sætum eru: Svanfríður Jónasdóttir er í þriðja sæti, um sveitarstjórnarlög. Tíminn 5 klukkustundir og 39 mínútur. Í öðru sæti er Ögmundur Jónasson, um Ríkisútvarpið. Tíminn 6 klst 1 mín og 54 sek. Ögmundur hefði þurft að þrauka fjórum klukkustundum lengur, og nokkrum mínútum betur, til að slá met Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hún setti árið 1998 , í ræðu um húsnæðismál, en tími hennar mældist 10 klst 8 mín og 33 sek, og hefur met hennar nú staðið óhaggað í 14 ár. Athygli vekur að þau sem skipa tvö efstu sætin eru bæði ráðherrar í núverandi ríkisstjórn og allir á listanum eru úr núverandi stjórnarflokkum. Hér er listi Alþingis yfir 12 lengstu þingræður frá 1991: 1. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, 1998. Húsnæðismál. Ræðutími 10:08:33 2. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, 2006. Ríkisútvarpið hf. Ræðutími 6:01:54 3. Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 5:39:39 4. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2007. Ríkisútvarpið ohf. Ræðutími 5:13:01 5. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, 2006. Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu. Ræðutími 4:52:01 6. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1998. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Ræðutími 4:49:07 7. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1995. Náttúruvernd. Ræðutími 4:47:21 8. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 4:44:20 9. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 4:21:07. 10. Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 3:51:55 11. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum 2002. Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Ræðutími 3:48.29 12. Mörður Árnason, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 3:46:11. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á sjálf Íslandsmetið í málþófi á Alþingi, með langlengstu ræðu sem þar hefur verið flutt frá því rafrænar mælingar hófust á ræðutíma þingmanna. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa síðustu daga sakað stjórnarandstæðinga um málþóf, síðast Jóhanna í ræðu í gær þar sem hún vildi meina að þingstörfin gengju betur „..ef það er ekki hérna eilíft málþóf upp í öllum málum", sagði hún. Og hér er talað af reynslu, miðað við lista Alþingis yfir lengstu ræður, en listinn nær þó aðeins aftur til ársins 1991, þegar tölvuskráning ræðutíma hófst. Í þremur efstu sætum eru: Svanfríður Jónasdóttir er í þriðja sæti, um sveitarstjórnarlög. Tíminn 5 klukkustundir og 39 mínútur. Í öðru sæti er Ögmundur Jónasson, um Ríkisútvarpið. Tíminn 6 klst 1 mín og 54 sek. Ögmundur hefði þurft að þrauka fjórum klukkustundum lengur, og nokkrum mínútum betur, til að slá met Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hún setti árið 1998 , í ræðu um húsnæðismál, en tími hennar mældist 10 klst 8 mín og 33 sek, og hefur met hennar nú staðið óhaggað í 14 ár. Athygli vekur að þau sem skipa tvö efstu sætin eru bæði ráðherrar í núverandi ríkisstjórn og allir á listanum eru úr núverandi stjórnarflokkum. Hér er listi Alþingis yfir 12 lengstu þingræður frá 1991: 1. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, 1998. Húsnæðismál. Ræðutími 10:08:33 2. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, 2006. Ríkisútvarpið hf. Ræðutími 6:01:54 3. Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 5:39:39 4. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2007. Ríkisútvarpið ohf. Ræðutími 5:13:01 5. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, 2006. Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu. Ræðutími 4:52:01 6. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1998. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Ræðutími 4:49:07 7. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1995. Náttúruvernd. Ræðutími 4:47:21 8. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 4:44:20 9. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 4:21:07. 10. Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 3:51:55 11. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum 2002. Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Ræðutími 3:48.29 12. Mörður Árnason, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 3:46:11.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent