Hún er drottning málþófsins Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2012 20:15 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á sjálf Íslandsmetið í málþófi á Alþingi, með langlengstu ræðu sem þar hefur verið flutt frá því rafrænar mælingar hófust á ræðutíma þingmanna. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa síðustu daga sakað stjórnarandstæðinga um málþóf, síðast Jóhanna í ræðu í gær þar sem hún vildi meina að þingstörfin gengju betur „..ef það er ekki hérna eilíft málþóf upp í öllum málum", sagði hún. Og hér er talað af reynslu, miðað við lista Alþingis yfir lengstu ræður, en listinn nær þó aðeins aftur til ársins 1991, þegar tölvuskráning ræðutíma hófst. Í þremur efstu sætum eru: Svanfríður Jónasdóttir er í þriðja sæti, um sveitarstjórnarlög. Tíminn 5 klukkustundir og 39 mínútur. Í öðru sæti er Ögmundur Jónasson, um Ríkisútvarpið. Tíminn 6 klst 1 mín og 54 sek. Ögmundur hefði þurft að þrauka fjórum klukkustundum lengur, og nokkrum mínútum betur, til að slá met Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hún setti árið 1998 , í ræðu um húsnæðismál, en tími hennar mældist 10 klst 8 mín og 33 sek, og hefur met hennar nú staðið óhaggað í 14 ár. Athygli vekur að þau sem skipa tvö efstu sætin eru bæði ráðherrar í núverandi ríkisstjórn og allir á listanum eru úr núverandi stjórnarflokkum. Hér er listi Alþingis yfir 12 lengstu þingræður frá 1991: 1. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, 1998. Húsnæðismál. Ræðutími 10:08:33 2. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, 2006. Ríkisútvarpið hf. Ræðutími 6:01:54 3. Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 5:39:39 4. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2007. Ríkisútvarpið ohf. Ræðutími 5:13:01 5. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, 2006. Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu. Ræðutími 4:52:01 6. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1998. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Ræðutími 4:49:07 7. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1995. Náttúruvernd. Ræðutími 4:47:21 8. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 4:44:20 9. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 4:21:07. 10. Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 3:51:55 11. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum 2002. Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Ræðutími 3:48.29 12. Mörður Árnason, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 3:46:11. Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á sjálf Íslandsmetið í málþófi á Alþingi, með langlengstu ræðu sem þar hefur verið flutt frá því rafrænar mælingar hófust á ræðutíma þingmanna. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa síðustu daga sakað stjórnarandstæðinga um málþóf, síðast Jóhanna í ræðu í gær þar sem hún vildi meina að þingstörfin gengju betur „..ef það er ekki hérna eilíft málþóf upp í öllum málum", sagði hún. Og hér er talað af reynslu, miðað við lista Alþingis yfir lengstu ræður, en listinn nær þó aðeins aftur til ársins 1991, þegar tölvuskráning ræðutíma hófst. Í þremur efstu sætum eru: Svanfríður Jónasdóttir er í þriðja sæti, um sveitarstjórnarlög. Tíminn 5 klukkustundir og 39 mínútur. Í öðru sæti er Ögmundur Jónasson, um Ríkisútvarpið. Tíminn 6 klst 1 mín og 54 sek. Ögmundur hefði þurft að þrauka fjórum klukkustundum lengur, og nokkrum mínútum betur, til að slá met Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hún setti árið 1998 , í ræðu um húsnæðismál, en tími hennar mældist 10 klst 8 mín og 33 sek, og hefur met hennar nú staðið óhaggað í 14 ár. Athygli vekur að þau sem skipa tvö efstu sætin eru bæði ráðherrar í núverandi ríkisstjórn og allir á listanum eru úr núverandi stjórnarflokkum. Hér er listi Alþingis yfir 12 lengstu þingræður frá 1991: 1. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, 1998. Húsnæðismál. Ræðutími 10:08:33 2. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, 2006. Ríkisútvarpið hf. Ræðutími 6:01:54 3. Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 5:39:39 4. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2007. Ríkisútvarpið ohf. Ræðutími 5:13:01 5. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, 2006. Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu. Ræðutími 4:52:01 6. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1998. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Ræðutími 4:49:07 7. Hjörleifur Guttormsson, Vinstri grænum 1995. Náttúruvernd. Ræðutími 4:47:21 8. Valdimar L. Friðriksson, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 4:44:20 9. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu, 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 4:21:07. 10. Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu 1998. Sveitarstjórnarlög. Ræðutími 3:51:55 11. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum 2002. Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Ræðutími 3:48.29 12. Mörður Árnason, Samfylkingu, 2006. Vatnalög. Ræðutími 3:46:11.
Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira