Innlent

Einfalt að áætla aldur hælisleitenda með tanngreiningu

Erla Hlynsdóttir skrifar
Aldursgreining verður gerð á tönnum erlendu drengjanna tveggja sem voru dæmdir fyrir að koma til Íslands á fölsuðum skilríkjum. Algengt er að slík greining sé gerð á hælisleitendum í nágrannalöndum okkar.

Í fréttum okkar í gær var rætt við annan drengjanna sem segist vera fimmtán ára, og frá Marokkó. Hinn drengurinn segist vera sextán, og frá Alsír.



Það skiptir sköpum fyrir málsmeðferð þeirra hér á landi að fá staðfest að þeir séu enn börn.

„Forstjóri Barnaverndarstofu hefur haft samband við mig og ég reikna með því að aldursgreining á þeim fari fram í næstu viku," segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Svend segir mjög algengt í nágrannalöndum okkar að gerðar séu aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda.

Hann hefur nokkrum sinnum þurft að greina tennur hælisleitenda sem segjast vera undir átján ára aldri.

Í kring um fjórtán ára aldur eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar nema endajaxlar.

„Við lítum á endajaxlanna í tilfellum sem þessum, þegar hælisleitendur segjast vera yngri en átján ára," segir Svend. „Jaxlarnir eru fullmyndaðir um nítján til tuttugu ára aldur. Fram að þeim tíma eru tennur í vexti og það er hægt að skoða tannþroska þeirra saman við töflur og reikna þannig út aldurinn."

Teknar verða röntgenmyndir af tönnum drengjanna, auk þess sem þeir fara í skoðun, og tekur það þá aðeins nokkra daga að greina aldur þeira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×