Erlent

Annan ræðir við al-Assad

Kofi Annan.
Kofi Annan.
Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi hittir í dag forseta landsins Bashar al-Assad í höfuðborginni Damaskus.

Tilraunir Annans til þess að koma á raunverulegu vopnahléi í landinu hafa lítinn árangur borið og hafa fregnir af fjöldamorðum í Houla héraði um helgina aukið enn á vantrú manna á því að hægt verði að stilla til friðar.

Fundurinn með al-Assad er af sumum sagður vera síðasta hálmstráið í friðarumleitunum en Annand segir að al-Assad verði að stíga stór skref í friðarátt eigi alþjóðasamfélagið að taka stjórnvöld í landinu trúanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×