Hamilton ósáttur við gengi McLaren | vill taka skref fram á við 28. maí 2012 13:00 Lewis Hamilton er ósáttur við gengi McLaren á keppnistímabilinu. Getty Images / Nordic Photos Breski ökuþórinn Lewis Hamilton er alls ekki sáttur við gang mála hjá keppnisliðinu McLaren eftir keppnina í Mónakó. Hamilton endaði í fimmta sæti og liðsfélagi hans Jenson Button féll úr keppninni. Hamilton krefst þess að McLaren liðið fari að taka skref fram á við eftir afleitt gengi að undanförnu. Liðsfélagi hans sigraði í Ástralíu fyrir tveimur mánuðum en frá þeim tíma hefur liðið ekki náð eins góðum árangri og búist var við. Hamilton var ósáttur við margt eftir keppnina í Mónakó og hann telur að liðið þurfi að endurskoða margt hjá sér. "Mér líkar það ekki að taka skref til baka á keppnistímabilinu. Ræsingin var ein sú versta hjá okkur í langan tíma, ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Þeir sem voru á undan mér og fyrir aftan í ræsingunni náðu fullkomnu starti en ekki við. Ég var heppinn að lenda ekki í árekstri. Við æfum þessa hluti þúsund sinnum á ári og það á að vera hægt að laga þetta," sagði Hamilton en hann var einnig ósáttur við þann tíma sem McLaren liðið þurfti að nota í þjónustuhléum. Þar telur hann að liðið eigi mikið inni. "Við misstum tíma í þjónustuhléum og ég missti Fernando Alonso og Sebastian Vettel fóru framúr mér í slíkum hléum," bætti Hamilton við. "Við eigum enn eftir að upplifa keppnisviku þar sem ekkert er úrskeiðis." Hamilton var ekki í góðu skapi eftir keppnina í Mónakó og hann kvartaði einnig yfir miðum sem flugu á keppnisbíl hans og byrgðu honum sýn í miðri keppni. Þar voru liðsfélagar hans að gefa honum upp upplýsingar um stöðu hans og tíma, en miðarnir áttu það til að fjúka af skiltunum og fóru einhverjir þeirra í hjálm Hamilton. "Nokkrir miðar fóru beint framan á hjálminn hjá mér og ég sá ekki neitt, þetta var fáránlegt," sagði Hamilton. Ástralinn Mark Webber sem ekur fyrir Red Bull sigraði í Mónakókappakstrinum, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og þriðji varð Fernando Alonso hjá Ferrari. Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton er alls ekki sáttur við gang mála hjá keppnisliðinu McLaren eftir keppnina í Mónakó. Hamilton endaði í fimmta sæti og liðsfélagi hans Jenson Button féll úr keppninni. Hamilton krefst þess að McLaren liðið fari að taka skref fram á við eftir afleitt gengi að undanförnu. Liðsfélagi hans sigraði í Ástralíu fyrir tveimur mánuðum en frá þeim tíma hefur liðið ekki náð eins góðum árangri og búist var við. Hamilton var ósáttur við margt eftir keppnina í Mónakó og hann telur að liðið þurfi að endurskoða margt hjá sér. "Mér líkar það ekki að taka skref til baka á keppnistímabilinu. Ræsingin var ein sú versta hjá okkur í langan tíma, ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Þeir sem voru á undan mér og fyrir aftan í ræsingunni náðu fullkomnu starti en ekki við. Ég var heppinn að lenda ekki í árekstri. Við æfum þessa hluti þúsund sinnum á ári og það á að vera hægt að laga þetta," sagði Hamilton en hann var einnig ósáttur við þann tíma sem McLaren liðið þurfti að nota í þjónustuhléum. Þar telur hann að liðið eigi mikið inni. "Við misstum tíma í þjónustuhléum og ég missti Fernando Alonso og Sebastian Vettel fóru framúr mér í slíkum hléum," bætti Hamilton við. "Við eigum enn eftir að upplifa keppnisviku þar sem ekkert er úrskeiðis." Hamilton var ekki í góðu skapi eftir keppnina í Mónakó og hann kvartaði einnig yfir miðum sem flugu á keppnisbíl hans og byrgðu honum sýn í miðri keppni. Þar voru liðsfélagar hans að gefa honum upp upplýsingar um stöðu hans og tíma, en miðarnir áttu það til að fjúka af skiltunum og fóru einhverjir þeirra í hjálm Hamilton. "Nokkrir miðar fóru beint framan á hjálminn hjá mér og ég sá ekki neitt, þetta var fáránlegt," sagði Hamilton. Ástralinn Mark Webber sem ekur fyrir Red Bull sigraði í Mónakókappakstrinum, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og þriðji varð Fernando Alonso hjá Ferrari.
Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira