Fótbolti

Þjálfari meistaraliðs Juventus yfirheyrður af lögreglu

Antonio Conte þjálfari Juventus.
Antonio Conte þjálfari Juventus. AP
Ítalska lögreglan hefur handtekið fyrirliða fótboltaliðsins Lazio, Stefano Mauri og Omar Milanetto fyrrum leikmann Genoa vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í að hagræða úrslitum í leikjum í ítalska fótboltanum. Þjálfari Ítalíumeistaraliðs Juventus, Antonio Conte, var yfirheyrður af lögreglunni í tengslum við þetta mál samkvæmt frétt Reuters.

Í tilkynningu lögreglur segir að fimm manns hafi verið handteknir í Ungverjalandi. Málið sem er í rannsókn tengist einnig Tan Seet Eng frá Singapúr sem handtekin var í desember s.l. vegna gruns um viðamikið veðmálabrask tengt úrslitum í fótbolta víðsvegar um heim.

Lögreglan í Cremona á Ítalíu hefur handtekið 19 manns í tengslum við þessa rannsókn og yfirheyrt fjölmarga aðila. Conte, þjálfari Juventus, er einn af þeim sem var yfirheyrður en hann fagnaði nýverið sigri í ítölsku deildinni. Juventus var dæmt niður um deild árið 2006 eftir að upp komst um forsvarsmenn félagsins – sem höfðu greitt dómurum háar fjárhæðir til þess að hafa áhrif á úrslit leikja.

Húsleit var gerð hjá fjölda leikmanna, starfsmanna og þjálfara hjá liðum í tveimur efstu deildunum á Ítalíu. Málið tengist öðru máli sem er til rannsóknar hjá ítölsku lögreglunni. Þar eru úrslit úr leikum Lazio og Genoa á tímabilinu 2010-2011 til rannsóknar, sem og úr leik Lecce og Lazio sama ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×