Krugman: Evran var mistök Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2012 12:00 Paul Krugman er einn af virtustu hagfræðingum í heimi, en hann hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2008. Hann var meðal gesta á ráðstefnu íslenskra stjórnvalda og AGS í Hörpu í nóvember sl. Krugman hefur skrifað fasta pistla í New York Times frá árinu 1999. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur New York Times, segir að evrusamstarfið hafi verið mistök. Evran sem slík og gallar á myntsamstarfinu hafi skapað þann vanda sem ríkin á svæðinu séu nú að glíma við. Krugman lýsir þessum viðhorfum í samtali við Martin Wolf í Financial Times. Krugman, sem er Bandaríkjamaður, segir aðspurður að Evrópska myntbandalagið og upphaf evrusamstarfsins, sem vísir var lagður að með undirritun Maastricht sáttmálans árið 1992, hafi verið mistök. Krugman segir að reglulega spyrji menn sig hvað hafi orsakað fjármálakreppuna á evrusvæðinu. Hann segir að vandinn hafi í raun verið skrifaður í skýin frá þeim degi sem Maastricht-sáttmálinn var undirritaður. Hann segir að evrusamstarfið virki ekki í grundvallaratriðum, en segir að leysa megi vanda margra með hærri verðbólgumarkmiðum. Krugman segir í viðtalinu að evran sem slík hafi skapað hin óreglulegu áföll sem séu í raun að ganga að evrusamstarfinu dauðu, þ.e upptaka evrunnar hafi skapað mikið innflæði fjármagns í ríkjunum sem noti gjaldmiðilinn og þær aðstæður séu meðal annars rót vandans. Ljóst er að brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu er ekki lengur fjarlægur möguleiki, því Evrópski fjárfestingarbankinn hefur þegar látið breyta ákvæðum í lánasamningum við grísk fyrirtæki um hvernig beri að fara með samningana ef Grikkir hætta í Evrópska myntbandalaginu og taka upp drökmuna að nýju. Martin Wolf, einn af leiðarahöfundum Financial Times og sá sem tók viðtalið við Krugman, hefur margsinnis lýst efasemdum sínum opinberlega um ágæti evrunnar. Hann og fleiri hagfræðingar hafa spáð brotthvarfi ríkja af evrusvæðinu, en spár þeirra hafa aldrei ræst. Sjá viðtalið við Krugman hér. Á sama tíma og Krugman lét ummælin um evruna falla lýsti Vince Cable, efnahagsráðherra Bretlands, því yfir að Bretar ættu að draga lærdóm af miklum árangri Þjóðverja og reyna að læra eitthvað af þeim vegna sterks efnahags þeirra fremur en að messa yfir öðrum ríkjum á evrusvæðinu um vanda skuldsettra ríkja. Cable, sem nýkominn er frá Þýskalandi þar sem hann var í opinberri heimsókn ásamt Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði að það væri ekki viðeigandi að Bretar væru að segja ríkjunum á evrusvæðinu til. Hann sagðist hafa nálgast ferðina til Þýskalands af auðmýkt. Ummæli Cable eru athyglisverð fyrir þær sakir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur talað digurbarkalega um að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að koma með afgerandi áætlun til að leysa vanda Grikkja. Nánar hér.thorbjorn@stod2.is Nóbelsverðlaun Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur New York Times, segir að evrusamstarfið hafi verið mistök. Evran sem slík og gallar á myntsamstarfinu hafi skapað þann vanda sem ríkin á svæðinu séu nú að glíma við. Krugman lýsir þessum viðhorfum í samtali við Martin Wolf í Financial Times. Krugman, sem er Bandaríkjamaður, segir aðspurður að Evrópska myntbandalagið og upphaf evrusamstarfsins, sem vísir var lagður að með undirritun Maastricht sáttmálans árið 1992, hafi verið mistök. Krugman segir að reglulega spyrji menn sig hvað hafi orsakað fjármálakreppuna á evrusvæðinu. Hann segir að vandinn hafi í raun verið skrifaður í skýin frá þeim degi sem Maastricht-sáttmálinn var undirritaður. Hann segir að evrusamstarfið virki ekki í grundvallaratriðum, en segir að leysa megi vanda margra með hærri verðbólgumarkmiðum. Krugman segir í viðtalinu að evran sem slík hafi skapað hin óreglulegu áföll sem séu í raun að ganga að evrusamstarfinu dauðu, þ.e upptaka evrunnar hafi skapað mikið innflæði fjármagns í ríkjunum sem noti gjaldmiðilinn og þær aðstæður séu meðal annars rót vandans. Ljóst er að brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu er ekki lengur fjarlægur möguleiki, því Evrópski fjárfestingarbankinn hefur þegar látið breyta ákvæðum í lánasamningum við grísk fyrirtæki um hvernig beri að fara með samningana ef Grikkir hætta í Evrópska myntbandalaginu og taka upp drökmuna að nýju. Martin Wolf, einn af leiðarahöfundum Financial Times og sá sem tók viðtalið við Krugman, hefur margsinnis lýst efasemdum sínum opinberlega um ágæti evrunnar. Hann og fleiri hagfræðingar hafa spáð brotthvarfi ríkja af evrusvæðinu, en spár þeirra hafa aldrei ræst. Sjá viðtalið við Krugman hér. Á sama tíma og Krugman lét ummælin um evruna falla lýsti Vince Cable, efnahagsráðherra Bretlands, því yfir að Bretar ættu að draga lærdóm af miklum árangri Þjóðverja og reyna að læra eitthvað af þeim vegna sterks efnahags þeirra fremur en að messa yfir öðrum ríkjum á evrusvæðinu um vanda skuldsettra ríkja. Cable, sem nýkominn er frá Þýskalandi þar sem hann var í opinberri heimsókn ásamt Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði að það væri ekki viðeigandi að Bretar væru að segja ríkjunum á evrusvæðinu til. Hann sagðist hafa nálgast ferðina til Þýskalands af auðmýkt. Ummæli Cable eru athyglisverð fyrir þær sakir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur talað digurbarkalega um að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að koma með afgerandi áætlun til að leysa vanda Grikkja. Nánar hér.thorbjorn@stod2.is
Nóbelsverðlaun Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira