Sport

Skin og skúrir hjá Helgu Margréti í Svíþjóð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni átti misjöfnu gengi að fagna á fyrri degi sjöþrautarmóts í Lerum í Svíþjóð í dag.

Helga Margrét hefur 3.367 stig að loknum fyrri degi. Í metþraut hennar hafði hún 3.520 stig í lok fyrri dags.

Helga Margrét hljóp 100 metra grindarhlaupið á 14.76 sekúndum (874 stig) og stökk 1.73 metra í hástökki (891 stig). Hún náði sér ekki á strik í kúlunni sem flaug lengst 13.84 metra (783 stig). Kastið var þó betra en í metþraut hennar.

Í lokagrein dagsins, 200 metra hlaupi, kom Helga Margrét í mark á 25.75 sekúndum (819 stig) sem er þó nokkuð frá hennar besta tíma (24.77 sek).

Að sögn Vésteins Hafsteinssonar frjálsíþróttaþjálfara á hún enn möguleika á að bæta met sitt og ná lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið (5.920 stig) og Ólympíuleikana (5.950 stig).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×