Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. maí 2012 12:45 mynd/ anton Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. Sérstakur saksóknari kærði ekki aðeins þá Jón Óttar Ólason og Guðmundur Hauk Gunnarsson, lögreglumenn sem unnu hjá embættinu, fyrir brot á lögreglulögum ríkissaksóknara heldur einnig fyrir brot gegn 136. gr. almennra hegningarlaga. Mennirnir tveir gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum, verði þeir ákærðir og ef það telst sannað að þeir hafi greint frá trúnaðarupplýsingum í ávinningsskyni. Mennirnir tveir seldu þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu sér í starfi sem lögreglumenn. Fengu þeir m.a greiddar 30 milljónir króna fyrir 17 blaðsíðna skýrslu um meint brot forsvarsmanna og hluthafa Milestone. Ráðningarsamningur milli fyrirtækis mannanna, Pars Per Pars og þrotabúsins er dagsettur 27. september 2011, meðan þeir voru enn fastráðnir lögreglumenn. Þeir héldu síðan áfram að vinna sem verktakar hjá embættinu löngu eftir að þeir fóru í einkarekstur. Rúv greindi frá því í gær að skiptastjóri þrotabús Milestone hafi í ágúst til október í fyrra óskað eftir gögnum hjá sérstökum saksóknara og að Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari hjá embættinu, hafi falið mönnunum tveimur að finna þau gögn sem embættið myndi taka til skoðunar hvort afhenda bæri þrotabúinu. Hólmsteinn hefur hins vegar sagt fráleitt að hann hafi vitað af, hvað þá samþykkt, að starfsmennirnir tveir væru sem einkaaðilar að vinna fyrir þrotabúið. Hann hafi þó vitað síðla árs í fyrra að mennirnir hygðu á einhvers konar einkarekstu Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, sagðist í samtali við fréttastofu ekki minnast þess að nokkur brot vegna brota lögreglumanna á þagnarskyldu hafi verið kærð til embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir að mál vegna fyrir brots á þagnarskyldu lögreglumanna hafi komið upp, en aldrei hafi verið ákært í þeim eða þagnarskyldubrotum opinberra starfsmanna yfirleitt. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. Sérstakur saksóknari kærði ekki aðeins þá Jón Óttar Ólason og Guðmundur Hauk Gunnarsson, lögreglumenn sem unnu hjá embættinu, fyrir brot á lögreglulögum ríkissaksóknara heldur einnig fyrir brot gegn 136. gr. almennra hegningarlaga. Mennirnir tveir gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum, verði þeir ákærðir og ef það telst sannað að þeir hafi greint frá trúnaðarupplýsingum í ávinningsskyni. Mennirnir tveir seldu þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu sér í starfi sem lögreglumenn. Fengu þeir m.a greiddar 30 milljónir króna fyrir 17 blaðsíðna skýrslu um meint brot forsvarsmanna og hluthafa Milestone. Ráðningarsamningur milli fyrirtækis mannanna, Pars Per Pars og þrotabúsins er dagsettur 27. september 2011, meðan þeir voru enn fastráðnir lögreglumenn. Þeir héldu síðan áfram að vinna sem verktakar hjá embættinu löngu eftir að þeir fóru í einkarekstur. Rúv greindi frá því í gær að skiptastjóri þrotabús Milestone hafi í ágúst til október í fyrra óskað eftir gögnum hjá sérstökum saksóknara og að Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari hjá embættinu, hafi falið mönnunum tveimur að finna þau gögn sem embættið myndi taka til skoðunar hvort afhenda bæri þrotabúinu. Hólmsteinn hefur hins vegar sagt fráleitt að hann hafi vitað af, hvað þá samþykkt, að starfsmennirnir tveir væru sem einkaaðilar að vinna fyrir þrotabúið. Hann hafi þó vitað síðla árs í fyrra að mennirnir hygðu á einhvers konar einkarekstu Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, sagðist í samtali við fréttastofu ekki minnast þess að nokkur brot vegna brota lögreglumanna á þagnarskyldu hafi verið kærð til embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir að mál vegna fyrir brots á þagnarskyldu lögreglumanna hafi komið upp, en aldrei hafi verið ákært í þeim eða þagnarskyldubrotum opinberra starfsmanna yfirleitt.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira