Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2012 19:45 Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. Fyrir stríðslok höfðu Íslendingar sjálfir tekið þær í notkun, og þær mörkuðu ekki aðeins upphaf millilandaflugs íslenskra flugfélaga heldur lögðu einnig grunn að innanlandsfluginu og landhelgisgæslu Íslendinga úr lofti. Nú þegar hartnær 40 ár eru liðin frá því Catalinur voru teknar úr notkun hérlendis gefst landsmönnum færi á að komast í tæri við þessa sögufrægu vél á ný og margir flugáhugamenn gátu ekki beðið og mættu út á Reykjavíkurflugvöll í gærkvöldi til að fylgjast með komu þessa forngrips. Þetta eintak var smíðað árið 1943 og kemur frá Duxford-flugminjasafninu í Bretlandi. Catalinan verður helsti sýningargripurinn á flugdegi á mánudag, annan í hvítasunnu, milli klukkan 12 og 16, og er aðgangur ókeypis. Flugsýning fer fram í lofti yfir Reykjavíkurflugvelli milli klukkan 13 og 15, meðal annars listflug og nákvæmnisflug á þyrlu, en flugdagurinn er haldinn í tilefni 75 ára afmælis Icelandair. Þar verður einnig hægt að fara um borð í Boeing 757 þotu Icelandair. Þotan lendir fyrr um morguninn og síðan verður hægt að fylgjast með flugtaki hennar í sýningarlok en þetta eru stærstu vélar sem notað hafa Reykjavíkurflugvöll. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. Fyrir stríðslok höfðu Íslendingar sjálfir tekið þær í notkun, og þær mörkuðu ekki aðeins upphaf millilandaflugs íslenskra flugfélaga heldur lögðu einnig grunn að innanlandsfluginu og landhelgisgæslu Íslendinga úr lofti. Nú þegar hartnær 40 ár eru liðin frá því Catalinur voru teknar úr notkun hérlendis gefst landsmönnum færi á að komast í tæri við þessa sögufrægu vél á ný og margir flugáhugamenn gátu ekki beðið og mættu út á Reykjavíkurflugvöll í gærkvöldi til að fylgjast með komu þessa forngrips. Þetta eintak var smíðað árið 1943 og kemur frá Duxford-flugminjasafninu í Bretlandi. Catalinan verður helsti sýningargripurinn á flugdegi á mánudag, annan í hvítasunnu, milli klukkan 12 og 16, og er aðgangur ókeypis. Flugsýning fer fram í lofti yfir Reykjavíkurflugvelli milli klukkan 13 og 15, meðal annars listflug og nákvæmnisflug á þyrlu, en flugdagurinn er haldinn í tilefni 75 ára afmælis Icelandair. Þar verður einnig hægt að fara um borð í Boeing 757 þotu Icelandair. Þotan lendir fyrr um morguninn og síðan verður hægt að fylgjast með flugtaki hennar í sýningarlok en þetta eru stærstu vélar sem notað hafa Reykjavíkurflugvöll.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent