Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. maí 2012 18:30 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. Þó þeir Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, eigendur Pars Per Pars, hafi formlega látið af störfum um síðustu áramót, eins og sérstakur saksóknari sagði í yfirlýsingu, þá héldu þeir áfram að vinna hjá embættinu sem verktakar eftir að þeir stofnuðu Pars Per Pars. Þeir mættu til dæmis við þingfestingu í svokölluðu Svartháfsmáli í janúar síðastliðnum og sátu þá sitt hvorum megin við saksóknarann Hólmstein Gauta Sigurðsson. Þá tóku þeir þátt í skýrslutökum sem verktakar. Fyrirtæki þeirra seldi þrotabúi Milestone skýrslu sem þeir sömdu á grundvelli upplýsinga sem þeir öfluðu meðan þeir voru enn starfsmenn sérstaks saksóknara, en þegar málið komst upp var það kært til ríkissaksóknara. Ráðningarsamningur Pars Per Pars við þrotabú Milestone, sem fréttastofan hefur séð, er dagsettur 27. september 2011. Löngu áður en þeir létu af störfum hjá sérstökum saksóknara. Ólafur Þór Hauksson segir að embættið hafi ekki haft vitneskju um þetta fyrr en löngu síðar. Skýrslan sem þeir félagar hjá PPP skrifuðu meðan þeir voru enn lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara er 17 blaðsíður að lengd og greiddi skiptastjóri Milestone 30 milljónir króna fyrir hana. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ingunnar Wernersdóttur, fyrrverandi hluthafa í Milestone segir að salan á skýrslunni sé hegningarlagabrot. „Lögreglan er bundin þagnarskyldu og þegar lögreglan tekur gögn, sem hún fær í störfum sínum, vinnur úr þeim og selur þá hefur hún gerst brotleg við hegningarlög. Það er mjög alvarlegt brot og þetta er miklu miklu alvarlegra brot en sérstakur saksóknari lætur í veðri vaka. Þetta er ekki bara brot á trúnaðarskyldu, heldur er þetta hegningarlagabrot," segir Sigurður. Sigurður er þar að vísa til 136.gr. hegningarlaga, varðandi þagnarskyldu opinberra starfsmanna. En Ólafur Þór Hauksson vill ekki tjá sig um efni kærunnar. Hefur verið talað um brot á lögreglulögum í þessu samhengi, en um er að ræða sérlög áðurnefndu ákvæði til fyllingar. Ingunni Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, var stefnt af þrotabúi Milestone til að endurgreiða meint ólögmætt hluthafalán upp á tvo og hálfan milljarð króna sem hún á að hafa fengið áður en Milestone fór í þrot, en hún seldi sinn hlut töluvert fyrir hrunið og voru hin meintu ólögmætu viðskipti gerð í tengslum við það. Sjálf hefur Ingunn sagst hafa verið í góðri trú. Skýrslan umdeilda frá Pars Per Pars var meðal gagna máls þrotabúsins á hendur Ingunni. Þetta finnst Sigurði afar gagnrýnivert, en hann segir óforsvaranlegt að trúnaðargögn lögreglu séu seld einkaaðilum. „Það á enginn að hafa aðgang að neinum gögnum sem varða rannsókn opinberra mála heldur en þeir sem eru í starfi hjá lögreglunni," segir Sigurður G. Guðjónsson. Ekki hefur náðst í þá Guðmund Hauk og Jón Óttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. Þó þeir Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, eigendur Pars Per Pars, hafi formlega látið af störfum um síðustu áramót, eins og sérstakur saksóknari sagði í yfirlýsingu, þá héldu þeir áfram að vinna hjá embættinu sem verktakar eftir að þeir stofnuðu Pars Per Pars. Þeir mættu til dæmis við þingfestingu í svokölluðu Svartháfsmáli í janúar síðastliðnum og sátu þá sitt hvorum megin við saksóknarann Hólmstein Gauta Sigurðsson. Þá tóku þeir þátt í skýrslutökum sem verktakar. Fyrirtæki þeirra seldi þrotabúi Milestone skýrslu sem þeir sömdu á grundvelli upplýsinga sem þeir öfluðu meðan þeir voru enn starfsmenn sérstaks saksóknara, en þegar málið komst upp var það kært til ríkissaksóknara. Ráðningarsamningur Pars Per Pars við þrotabú Milestone, sem fréttastofan hefur séð, er dagsettur 27. september 2011. Löngu áður en þeir létu af störfum hjá sérstökum saksóknara. Ólafur Þór Hauksson segir að embættið hafi ekki haft vitneskju um þetta fyrr en löngu síðar. Skýrslan sem þeir félagar hjá PPP skrifuðu meðan þeir voru enn lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara er 17 blaðsíður að lengd og greiddi skiptastjóri Milestone 30 milljónir króna fyrir hana. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ingunnar Wernersdóttur, fyrrverandi hluthafa í Milestone segir að salan á skýrslunni sé hegningarlagabrot. „Lögreglan er bundin þagnarskyldu og þegar lögreglan tekur gögn, sem hún fær í störfum sínum, vinnur úr þeim og selur þá hefur hún gerst brotleg við hegningarlög. Það er mjög alvarlegt brot og þetta er miklu miklu alvarlegra brot en sérstakur saksóknari lætur í veðri vaka. Þetta er ekki bara brot á trúnaðarskyldu, heldur er þetta hegningarlagabrot," segir Sigurður. Sigurður er þar að vísa til 136.gr. hegningarlaga, varðandi þagnarskyldu opinberra starfsmanna. En Ólafur Þór Hauksson vill ekki tjá sig um efni kærunnar. Hefur verið talað um brot á lögreglulögum í þessu samhengi, en um er að ræða sérlög áðurnefndu ákvæði til fyllingar. Ingunni Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, var stefnt af þrotabúi Milestone til að endurgreiða meint ólögmætt hluthafalán upp á tvo og hálfan milljarð króna sem hún á að hafa fengið áður en Milestone fór í þrot, en hún seldi sinn hlut töluvert fyrir hrunið og voru hin meintu ólögmætu viðskipti gerð í tengslum við það. Sjálf hefur Ingunn sagst hafa verið í góðri trú. Skýrslan umdeilda frá Pars Per Pars var meðal gagna máls þrotabúsins á hendur Ingunni. Þetta finnst Sigurði afar gagnrýnivert, en hann segir óforsvaranlegt að trúnaðargögn lögreglu séu seld einkaaðilum. „Það á enginn að hafa aðgang að neinum gögnum sem varða rannsókn opinberra mála heldur en þeir sem eru í starfi hjá lögreglunni," segir Sigurður G. Guðjónsson. Ekki hefur náðst í þá Guðmund Hauk og Jón Óttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15