Ólafur Ragnar tekur forystu 25. maí 2012 06:18 Ólafur Ragnar Grímsson Stuðningur við áframhaldandi setu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta hefur aukist verulega eftir að hann hóf kosningabaráttu sína í síðustu viku samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Þóru Arnórsdóttur dalar á sama tíma. Aðrir frambjóðendur njóta lítils stuðnings. Umtalsverð breyting hefur orðið á stuðningi við frambjóðendur til embættis forseta Íslands á rúmum mánuði. Þetta sýnir niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls sögðust 53,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku til einhvers frambjóðenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta, ef gengið yrði til kosninga nú.Stuðningur við Ólaf hefur aukist verulega frá síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var dagana 11. og 12. apríl. Þá sögðust 46 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja Ólaf til áframhaldandi setu á Bessastöðum. Þóra Arnórsdóttir, sem mældist með svipað fylgi og Ólafur í síðustu könnun, mælist nú með stuðning 35,4 prósenta kjósenda. Stuðningur við framboð Þóru hefur dalað frá síðustu könnun, þegar hún naut stuðnings 46,5 prósenta kjósenda. Þegar stuðningur við frambjóðendur var kannaður í apríl hafði Ólafur Ragnar ekki hafið kosningabaráttu sína. Hún hófst með útvarpsviðtali á Sprengisandi á sunnudaginn fyrir viku, og hefur Ólafur verið áberandi í fjölmiðlum síðan. Minna hefur farið fyrir Þóru, sem eignaðist stúlku fyrir réttri viku. Tvö í sérflokkiÓlafur og Þóra virðast sem fyrr í sérflokki hvað varðar stuðning, og aðrir frambjóðendur standa þeim langt að baki. Um 5,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til einhvers frambjóðanda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sögðust myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson yrði gengið til kosninga nú. Ari Trausti gaf kost á sér eftir að könnun Fréttablaðsins í apríl var gerð. Andrea J. Ólafsdóttir gaf einnig kost á sér eftir að könnunin í apríl var framkvæmd, en nýtur nú stuðnings um 2,7 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 1,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur, en hún naut stuðnings 2,9 prósenta kjósenda samkvæmt könnuninni í apríl. Um 0,9 prósent styðja Ástþór Magnússon, sem naut stuðnings 1,5 prósenta í apríl. Enginn þeirra sem svöruðu spurningunni sagðist styðja Hannes Bjarnason, sem mældist með 0,4 prósenta fylgi í síðustu könnun. Jón Lárusson naut stuðnings 1,2 prósenta í könnun Fréttablaðsins í apríl, en hefur nú dregið sig í hlé. Á þeim mánuði sem liðinn er frá síðustu könnun Fréttablaðsins hefur þeim fækkað verulega sem segjast ekki búnir að ákveða hvern þeir myndu kjósa. Í apríl sögðust um 22,1 prósent ekki hafa gert upp hug sinn, en nú er hlutfallið 14,2 prósent. Framboðsfrestur rennur út í dag og því orðið skýrt hvaða kostir verða í boði. Þá styttist í kosningar, sem fara munu fram laugardaginn 30. júní. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 42,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 28,1 prósent. Um 4,2 prósent styðja Ara Trausta, 2,1 prósent Andreu 1,0 prósent Herdísi, 0,7 prósent Ástþór og enginn Hannes. Þá sögðust um 0,4 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,2 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 14,2 prósent sögðust óákveðin og 3,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.AðferðafræðinHringt var í 1.326 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 23. maí og fimmtudaginn 24. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Stuðningur við áframhaldandi setu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta hefur aukist verulega eftir að hann hóf kosningabaráttu sína í síðustu viku samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Þóru Arnórsdóttur dalar á sama tíma. Aðrir frambjóðendur njóta lítils stuðnings. Umtalsverð breyting hefur orðið á stuðningi við frambjóðendur til embættis forseta Íslands á rúmum mánuði. Þetta sýnir niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls sögðust 53,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku til einhvers frambjóðenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta, ef gengið yrði til kosninga nú.Stuðningur við Ólaf hefur aukist verulega frá síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var dagana 11. og 12. apríl. Þá sögðust 46 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja Ólaf til áframhaldandi setu á Bessastöðum. Þóra Arnórsdóttir, sem mældist með svipað fylgi og Ólafur í síðustu könnun, mælist nú með stuðning 35,4 prósenta kjósenda. Stuðningur við framboð Þóru hefur dalað frá síðustu könnun, þegar hún naut stuðnings 46,5 prósenta kjósenda. Þegar stuðningur við frambjóðendur var kannaður í apríl hafði Ólafur Ragnar ekki hafið kosningabaráttu sína. Hún hófst með útvarpsviðtali á Sprengisandi á sunnudaginn fyrir viku, og hefur Ólafur verið áberandi í fjölmiðlum síðan. Minna hefur farið fyrir Þóru, sem eignaðist stúlku fyrir réttri viku. Tvö í sérflokkiÓlafur og Þóra virðast sem fyrr í sérflokki hvað varðar stuðning, og aðrir frambjóðendur standa þeim langt að baki. Um 5,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til einhvers frambjóðanda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sögðust myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson yrði gengið til kosninga nú. Ari Trausti gaf kost á sér eftir að könnun Fréttablaðsins í apríl var gerð. Andrea J. Ólafsdóttir gaf einnig kost á sér eftir að könnunin í apríl var framkvæmd, en nýtur nú stuðnings um 2,7 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 1,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur, en hún naut stuðnings 2,9 prósenta kjósenda samkvæmt könnuninni í apríl. Um 0,9 prósent styðja Ástþór Magnússon, sem naut stuðnings 1,5 prósenta í apríl. Enginn þeirra sem svöruðu spurningunni sagðist styðja Hannes Bjarnason, sem mældist með 0,4 prósenta fylgi í síðustu könnun. Jón Lárusson naut stuðnings 1,2 prósenta í könnun Fréttablaðsins í apríl, en hefur nú dregið sig í hlé. Á þeim mánuði sem liðinn er frá síðustu könnun Fréttablaðsins hefur þeim fækkað verulega sem segjast ekki búnir að ákveða hvern þeir myndu kjósa. Í apríl sögðust um 22,1 prósent ekki hafa gert upp hug sinn, en nú er hlutfallið 14,2 prósent. Framboðsfrestur rennur út í dag og því orðið skýrt hvaða kostir verða í boði. Þá styttist í kosningar, sem fara munu fram laugardaginn 30. júní. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 42,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 28,1 prósent. Um 4,2 prósent styðja Ara Trausta, 2,1 prósent Andreu 1,0 prósent Herdísi, 0,7 prósent Ástþór og enginn Hannes. Þá sögðust um 0,4 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,2 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 14,2 prósent sögðust óákveðin og 3,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.AðferðafræðinHringt var í 1.326 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 23. maí og fimmtudaginn 24. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira