Ég hafði val Íris Ásta Pétursdóttir Viborg skrifar 23. maí 2012 16:50 Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn „Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. Ég hef spilað í nokkrum liðum hér á Íslandi, en seinustu árin hef ég æft og spilað á Hlíðarenda. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, þar ríkir mikill metnaður, aðstaðan er til fyrirmyndar og miklar væntingar eru bornar til leikmanna Vals. En af hverju vilja margir leikmenn æfa og spila á Hlíðarenda? Meistaraflokkar kvenna og karla í Val fá meira en bara 2ja klst æfingu 5 daga vikunnar. 2- 3svar í viku er boðið upp á skot- og teknískar æfingar í hádeginu. Undanfarin ár hafa þjálfarar á borð við Dag Sigurðsson, Óskar Bjarna Óskarsson og Karl Erlingsson, séð um þessar æfingar. Ef maður komst ekki á föstu hádegisæfingarnar, gat maður alltaf hringt í sinn eigin þjálfara og fundið annan tíma. Meistaraflokkarnir í handbolta, sem og öðrum boltagreinum Vals, hafa verið með toppfólk til þess að sjá um líkamstyrk og fyrirbyggjandi æfingar fyrir leikmenn. Kjartan Orri Sigurðsson íþróttafræðingur, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari og margir aðrir hafa lagt mikla vinnu og metnað í að sjá um þessa hluti. Hóparnir fá lista yfir þær æfingar sem þeir eiga að gera, en leikmenn geta einnig beðið um sitt eigið prógramm. Andlega hliðin skiptir miklu máli í íþróttum. Við í Val erum það lánsöm að geta gengið að fagaðilum sem geta hjálpað okkur með andlegu málin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Hafrún Kristjánsdóttir doktorsnemi í sálfræði, hafa í gegnum árin hjálpað meistarflokki kvenna í Val. Ég persónulega hef alltaf getað leitað til þeirra og fengið leiðsögn um hvernig eigi að eiga við stress og annað. Eins og sjá má, er umgjörð Vals í toppklassa og ég er nokkuð viss um að Fram er með svipaða umgjörð. Flestallir leikmenn sem fara úr öðrum liðum yfir í Fram eða Val, hafa bætt sig verulega og metnaðurinn þeirra hefur aukist. Er þetta tilviljun ein? Tökum dæmi. Karólína Bæhrenz fór úr Gróttu yfir í Val fyrir 3 árum. Á Hlíðarenda hefur hún blómstrað sem leikmaður og er í dag A-landsliðskona og var með yfir 85% nýtingu í vetur. Birna Berg hefur verið ein efnilegasta handboltakona landsins. Eftir að hún fór úr FH yfir í Fram hefur metnaður hennar aukist það mikið, að hún er búin að leggja fótboltann á hilluna, og stefnir í að verða ein besta örvhenta skytta landsins. Áður en hún meiddist, var hún í Brasilíuhópnum og spilaði þar á móti bestu liðum heims. Guðný Jenný Ásmundsdóttir ákvað að taka skóna af hillunni eftir barneignir og æfa með Val. Það tók hana rúmt ár að fara úr því að vera varamarkmaður Vals yfir í að vera byrjunaliðsmaður síns félags og A-landsliðsins. Ég gæti haldið áfram endalaust en ég held að ég sé búin að svara því að þetta er engin tilviljun. Einnig má benda á að á þeim tíma sem Fram og Valur hafa haft yfirburði í íslenskum handbolta þá hefur íslenska landsliðið tekið stórstígum framförum. Spilað á tveimur stórmótum og staðið sig glæsilega á öðru þeirra. Slíkt hlýtur að teljast afskaplega jákvæð þróun fyrir íslenskan kvennahandbolta en uppistaðan í A-landsliði kvenna eru leikmenn frá Fram og Val. Einnig var slegið áhorfendamet þegar Valur og Fram áttust við í úrslitakeppni HSÍ, en þar mættu yfir 1.800 manns til þess að sjá hverjir myndu hampa titlinum. Ég spyr því önnur félagslið landsins: Hvernig er ykkar umgjörð? Hvað þurfið þið að gera til þess að betrumbæta aðstæður og sýna leikmönnum að hjá ykkur ríki mikill metnaður? Hvað þurfið þið að gera til þess að breyta ungu og efnilegu liði í úrvalslið? Hvernig stendur á því að leikmenn eru tilbúnir að fara frá félögum sem þeir eru öryggir með spilatíma hjá yfir í lið eins og Fram og Val þar sem spilatími getur orðið minni? Gæti það haft eitthvað með þá umgjörð og þjálfun sem boðið er upp á að gera? Er ekki tímabært að félagslið fari að líta í eigin barm? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn „Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. Ég hef spilað í nokkrum liðum hér á Íslandi, en seinustu árin hef ég æft og spilað á Hlíðarenda. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, þar ríkir mikill metnaður, aðstaðan er til fyrirmyndar og miklar væntingar eru bornar til leikmanna Vals. En af hverju vilja margir leikmenn æfa og spila á Hlíðarenda? Meistaraflokkar kvenna og karla í Val fá meira en bara 2ja klst æfingu 5 daga vikunnar. 2- 3svar í viku er boðið upp á skot- og teknískar æfingar í hádeginu. Undanfarin ár hafa þjálfarar á borð við Dag Sigurðsson, Óskar Bjarna Óskarsson og Karl Erlingsson, séð um þessar æfingar. Ef maður komst ekki á föstu hádegisæfingarnar, gat maður alltaf hringt í sinn eigin þjálfara og fundið annan tíma. Meistaraflokkarnir í handbolta, sem og öðrum boltagreinum Vals, hafa verið með toppfólk til þess að sjá um líkamstyrk og fyrirbyggjandi æfingar fyrir leikmenn. Kjartan Orri Sigurðsson íþróttafræðingur, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari og margir aðrir hafa lagt mikla vinnu og metnað í að sjá um þessa hluti. Hóparnir fá lista yfir þær æfingar sem þeir eiga að gera, en leikmenn geta einnig beðið um sitt eigið prógramm. Andlega hliðin skiptir miklu máli í íþróttum. Við í Val erum það lánsöm að geta gengið að fagaðilum sem geta hjálpað okkur með andlegu málin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Hafrún Kristjánsdóttir doktorsnemi í sálfræði, hafa í gegnum árin hjálpað meistarflokki kvenna í Val. Ég persónulega hef alltaf getað leitað til þeirra og fengið leiðsögn um hvernig eigi að eiga við stress og annað. Eins og sjá má, er umgjörð Vals í toppklassa og ég er nokkuð viss um að Fram er með svipaða umgjörð. Flestallir leikmenn sem fara úr öðrum liðum yfir í Fram eða Val, hafa bætt sig verulega og metnaðurinn þeirra hefur aukist. Er þetta tilviljun ein? Tökum dæmi. Karólína Bæhrenz fór úr Gróttu yfir í Val fyrir 3 árum. Á Hlíðarenda hefur hún blómstrað sem leikmaður og er í dag A-landsliðskona og var með yfir 85% nýtingu í vetur. Birna Berg hefur verið ein efnilegasta handboltakona landsins. Eftir að hún fór úr FH yfir í Fram hefur metnaður hennar aukist það mikið, að hún er búin að leggja fótboltann á hilluna, og stefnir í að verða ein besta örvhenta skytta landsins. Áður en hún meiddist, var hún í Brasilíuhópnum og spilaði þar á móti bestu liðum heims. Guðný Jenný Ásmundsdóttir ákvað að taka skóna af hillunni eftir barneignir og æfa með Val. Það tók hana rúmt ár að fara úr því að vera varamarkmaður Vals yfir í að vera byrjunaliðsmaður síns félags og A-landsliðsins. Ég gæti haldið áfram endalaust en ég held að ég sé búin að svara því að þetta er engin tilviljun. Einnig má benda á að á þeim tíma sem Fram og Valur hafa haft yfirburði í íslenskum handbolta þá hefur íslenska landsliðið tekið stórstígum framförum. Spilað á tveimur stórmótum og staðið sig glæsilega á öðru þeirra. Slíkt hlýtur að teljast afskaplega jákvæð þróun fyrir íslenskan kvennahandbolta en uppistaðan í A-landsliði kvenna eru leikmenn frá Fram og Val. Einnig var slegið áhorfendamet þegar Valur og Fram áttust við í úrslitakeppni HSÍ, en þar mættu yfir 1.800 manns til þess að sjá hverjir myndu hampa titlinum. Ég spyr því önnur félagslið landsins: Hvernig er ykkar umgjörð? Hvað þurfið þið að gera til þess að betrumbæta aðstæður og sýna leikmönnum að hjá ykkur ríki mikill metnaður? Hvað þurfið þið að gera til þess að breyta ungu og efnilegu liði í úrvalslið? Hvernig stendur á því að leikmenn eru tilbúnir að fara frá félögum sem þeir eru öryggir með spilatíma hjá yfir í lið eins og Fram og Val þar sem spilatími getur orðið minni? Gæti það haft eitthvað með þá umgjörð og þjálfun sem boðið er upp á að gera? Er ekki tímabært að félagslið fari að líta í eigin barm?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun