Ég hafði val Íris Ásta Pétursdóttir Viborg skrifar 23. maí 2012 16:50 Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn „Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. Ég hef spilað í nokkrum liðum hér á Íslandi, en seinustu árin hef ég æft og spilað á Hlíðarenda. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, þar ríkir mikill metnaður, aðstaðan er til fyrirmyndar og miklar væntingar eru bornar til leikmanna Vals. En af hverju vilja margir leikmenn æfa og spila á Hlíðarenda? Meistaraflokkar kvenna og karla í Val fá meira en bara 2ja klst æfingu 5 daga vikunnar. 2- 3svar í viku er boðið upp á skot- og teknískar æfingar í hádeginu. Undanfarin ár hafa þjálfarar á borð við Dag Sigurðsson, Óskar Bjarna Óskarsson og Karl Erlingsson, séð um þessar æfingar. Ef maður komst ekki á föstu hádegisæfingarnar, gat maður alltaf hringt í sinn eigin þjálfara og fundið annan tíma. Meistaraflokkarnir í handbolta, sem og öðrum boltagreinum Vals, hafa verið með toppfólk til þess að sjá um líkamstyrk og fyrirbyggjandi æfingar fyrir leikmenn. Kjartan Orri Sigurðsson íþróttafræðingur, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari og margir aðrir hafa lagt mikla vinnu og metnað í að sjá um þessa hluti. Hóparnir fá lista yfir þær æfingar sem þeir eiga að gera, en leikmenn geta einnig beðið um sitt eigið prógramm. Andlega hliðin skiptir miklu máli í íþróttum. Við í Val erum það lánsöm að geta gengið að fagaðilum sem geta hjálpað okkur með andlegu málin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Hafrún Kristjánsdóttir doktorsnemi í sálfræði, hafa í gegnum árin hjálpað meistarflokki kvenna í Val. Ég persónulega hef alltaf getað leitað til þeirra og fengið leiðsögn um hvernig eigi að eiga við stress og annað. Eins og sjá má, er umgjörð Vals í toppklassa og ég er nokkuð viss um að Fram er með svipaða umgjörð. Flestallir leikmenn sem fara úr öðrum liðum yfir í Fram eða Val, hafa bætt sig verulega og metnaðurinn þeirra hefur aukist. Er þetta tilviljun ein? Tökum dæmi. Karólína Bæhrenz fór úr Gróttu yfir í Val fyrir 3 árum. Á Hlíðarenda hefur hún blómstrað sem leikmaður og er í dag A-landsliðskona og var með yfir 85% nýtingu í vetur. Birna Berg hefur verið ein efnilegasta handboltakona landsins. Eftir að hún fór úr FH yfir í Fram hefur metnaður hennar aukist það mikið, að hún er búin að leggja fótboltann á hilluna, og stefnir í að verða ein besta örvhenta skytta landsins. Áður en hún meiddist, var hún í Brasilíuhópnum og spilaði þar á móti bestu liðum heims. Guðný Jenný Ásmundsdóttir ákvað að taka skóna af hillunni eftir barneignir og æfa með Val. Það tók hana rúmt ár að fara úr því að vera varamarkmaður Vals yfir í að vera byrjunaliðsmaður síns félags og A-landsliðsins. Ég gæti haldið áfram endalaust en ég held að ég sé búin að svara því að þetta er engin tilviljun. Einnig má benda á að á þeim tíma sem Fram og Valur hafa haft yfirburði í íslenskum handbolta þá hefur íslenska landsliðið tekið stórstígum framförum. Spilað á tveimur stórmótum og staðið sig glæsilega á öðru þeirra. Slíkt hlýtur að teljast afskaplega jákvæð þróun fyrir íslenskan kvennahandbolta en uppistaðan í A-landsliði kvenna eru leikmenn frá Fram og Val. Einnig var slegið áhorfendamet þegar Valur og Fram áttust við í úrslitakeppni HSÍ, en þar mættu yfir 1.800 manns til þess að sjá hverjir myndu hampa titlinum. Ég spyr því önnur félagslið landsins: Hvernig er ykkar umgjörð? Hvað þurfið þið að gera til þess að betrumbæta aðstæður og sýna leikmönnum að hjá ykkur ríki mikill metnaður? Hvað þurfið þið að gera til þess að breyta ungu og efnilegu liði í úrvalslið? Hvernig stendur á því að leikmenn eru tilbúnir að fara frá félögum sem þeir eru öryggir með spilatíma hjá yfir í lið eins og Fram og Val þar sem spilatími getur orðið minni? Gæti það haft eitthvað með þá umgjörð og þjálfun sem boðið er upp á að gera? Er ekki tímabært að félagslið fari að líta í eigin barm? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn „Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. Ég hef spilað í nokkrum liðum hér á Íslandi, en seinustu árin hef ég æft og spilað á Hlíðarenda. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, þar ríkir mikill metnaður, aðstaðan er til fyrirmyndar og miklar væntingar eru bornar til leikmanna Vals. En af hverju vilja margir leikmenn æfa og spila á Hlíðarenda? Meistaraflokkar kvenna og karla í Val fá meira en bara 2ja klst æfingu 5 daga vikunnar. 2- 3svar í viku er boðið upp á skot- og teknískar æfingar í hádeginu. Undanfarin ár hafa þjálfarar á borð við Dag Sigurðsson, Óskar Bjarna Óskarsson og Karl Erlingsson, séð um þessar æfingar. Ef maður komst ekki á föstu hádegisæfingarnar, gat maður alltaf hringt í sinn eigin þjálfara og fundið annan tíma. Meistaraflokkarnir í handbolta, sem og öðrum boltagreinum Vals, hafa verið með toppfólk til þess að sjá um líkamstyrk og fyrirbyggjandi æfingar fyrir leikmenn. Kjartan Orri Sigurðsson íþróttafræðingur, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari og margir aðrir hafa lagt mikla vinnu og metnað í að sjá um þessa hluti. Hóparnir fá lista yfir þær æfingar sem þeir eiga að gera, en leikmenn geta einnig beðið um sitt eigið prógramm. Andlega hliðin skiptir miklu máli í íþróttum. Við í Val erum það lánsöm að geta gengið að fagaðilum sem geta hjálpað okkur með andlegu málin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Hafrún Kristjánsdóttir doktorsnemi í sálfræði, hafa í gegnum árin hjálpað meistarflokki kvenna í Val. Ég persónulega hef alltaf getað leitað til þeirra og fengið leiðsögn um hvernig eigi að eiga við stress og annað. Eins og sjá má, er umgjörð Vals í toppklassa og ég er nokkuð viss um að Fram er með svipaða umgjörð. Flestallir leikmenn sem fara úr öðrum liðum yfir í Fram eða Val, hafa bætt sig verulega og metnaðurinn þeirra hefur aukist. Er þetta tilviljun ein? Tökum dæmi. Karólína Bæhrenz fór úr Gróttu yfir í Val fyrir 3 árum. Á Hlíðarenda hefur hún blómstrað sem leikmaður og er í dag A-landsliðskona og var með yfir 85% nýtingu í vetur. Birna Berg hefur verið ein efnilegasta handboltakona landsins. Eftir að hún fór úr FH yfir í Fram hefur metnaður hennar aukist það mikið, að hún er búin að leggja fótboltann á hilluna, og stefnir í að verða ein besta örvhenta skytta landsins. Áður en hún meiddist, var hún í Brasilíuhópnum og spilaði þar á móti bestu liðum heims. Guðný Jenný Ásmundsdóttir ákvað að taka skóna af hillunni eftir barneignir og æfa með Val. Það tók hana rúmt ár að fara úr því að vera varamarkmaður Vals yfir í að vera byrjunaliðsmaður síns félags og A-landsliðsins. Ég gæti haldið áfram endalaust en ég held að ég sé búin að svara því að þetta er engin tilviljun. Einnig má benda á að á þeim tíma sem Fram og Valur hafa haft yfirburði í íslenskum handbolta þá hefur íslenska landsliðið tekið stórstígum framförum. Spilað á tveimur stórmótum og staðið sig glæsilega á öðru þeirra. Slíkt hlýtur að teljast afskaplega jákvæð þróun fyrir íslenskan kvennahandbolta en uppistaðan í A-landsliði kvenna eru leikmenn frá Fram og Val. Einnig var slegið áhorfendamet þegar Valur og Fram áttust við í úrslitakeppni HSÍ, en þar mættu yfir 1.800 manns til þess að sjá hverjir myndu hampa titlinum. Ég spyr því önnur félagslið landsins: Hvernig er ykkar umgjörð? Hvað þurfið þið að gera til þess að betrumbæta aðstæður og sýna leikmönnum að hjá ykkur ríki mikill metnaður? Hvað þurfið þið að gera til þess að breyta ungu og efnilegu liði í úrvalslið? Hvernig stendur á því að leikmenn eru tilbúnir að fara frá félögum sem þeir eru öryggir með spilatíma hjá yfir í lið eins og Fram og Val þar sem spilatími getur orðið minni? Gæti það haft eitthvað með þá umgjörð og þjálfun sem boðið er upp á að gera? Er ekki tímabært að félagslið fari að líta í eigin barm?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun