Fótbolti

Fyrsti titill Napoli síðan Maradona fór | Unnu Juve í bikarúrslitum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cavani fagnar hér marki sínu í kvöld
Cavani fagnar hér marki sínu í kvöld Mynd. / Getty Images
Napoli varð í kvöld ítalskur bikarmeistari í knattspyrnu eftir sigur, 2-0, á Juventus í úrslitaleiknum sjálfum en hann fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Fyrsta mark leiksins kom um hálftíma fyrir leikslok þegar Edinson Cavani skoraði úr vítaspyrnu. Það var síðan Marek Hamsik sem gulltryggði sigurinn þegar hann skoraði fínt mark tíu mínútum fyrir leikslok.

Leikmenn Juventus reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en allt kom fyrir ekki og Napoli því bikarmeistar. Fínt tímabil hjá Napoli en Juventus tryggði sér sigur í deildinni á dögunum og geta vel við unað.

Napoli vann síðast titil á Ítaliu árið 1990 þegar þeir unnu ítölsku deildina með Diego Maradona í farabroddi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×