Fótbolti

Lovísa fékk ekki að leiða uppáhaldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lovísa Scheving, íslenska stelpan sem fékk að leiða leikmann inn á völlinn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, fékk ekki ósk sína uppfyllta. Lovísa vildi helst leiða Philipp Lahm, fyrirliða Bayern en leiddi þess í stað Jerome Boateng.

Hörður Magnússon hitti Lovísu fyrir leikinn og spurði hana út í stóra daginn. Hún viðurkenndi það að hún væri smá stressuð. Hörður ræddi einnig við foreldra hennar Davíð Scheving og Hörpu Frímannsdóttur. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.

Mamman fékk ekki miða á leikinn og því fóru feðgin bara tvö saman á úrslitaleikinn á meðan Harpa fór á bar í nágrenninu með Bayern München trefilinn. Það var kosið um það á fjölskyldufundi hvort foreldrið fengi að fara með Lovísu.

Lovísa var dregin út í leik Kreditkorts, þar sem viðskipavinum félagsins með MasterCard gafst færi á að skrá börn til þátttöku á heimasíðu fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×