Breta langar í hitaveitur og sæstreng Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2012 19:30 Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem orkumálaráðherra Bretlands heimsækir Ísland og hann fékk að sjálfsögðu að kynnast af eigin raun hvernig Íslendingar beisla orku úr iðrum jarðar. Í stöðvarhúsi virkjunarinnar var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf ríkjanna á sviði orkumála og tekur það til fjögurra þátta, um jarðhitaleit í Bretlandi og hitaveitur, um athugun á sæstreng milli Íslands og Bretlands, um að styðja jarðhitanýtingu í þróunarlöndum, einkum Austur-Afríku, og um miðlun upplýsinga um olíu- og gasiðnað, þar á meðal um olíuboranir á hafsbotni. Bretar nýta þegar jarðhita, en í litlum mæli, og eru með hitaveitur á nokkrum stöðum en telja sig geta sótt þekkingu til Íslendinga til að gera enn betur á því sviði. „Við höfum mikinn áhuga á að sjá hvort við getum beislað þá tækni á Bretlandi. Íslensk fyrirtæki gætu gegnt mikilvægu hlutverki í því ferli," sagði Charles Hendry í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við erum einnig að hefja viðræður um það hvort það væri hagkvæmt fyrir bæði löndin að tengjast með raforkusæstreng," sagði Hendry. Iðnaðarráðherra Íslands gerði breska ráðherranum hins vegar ljóst að lagning sæstrengs væri viðkvæmt mál á Íslandi. „Ég hef lagt á það áherslu við ráðherrann að við erum að setja saman stóran hóp manna vegna þess að við munum ekki fara út í lagningu sæstrengs nema um það verði breið sátt á meðal Íslendinga," sagði Oddný Harðardóttir. Breski ráðherrann mun í fyrramálið flytja erindi á ráðstefnu í Arion-banka um orkumál Evrópu og hvort þar bíði Íslendinga einhver tækifæri. Að ráðstefnunni standa UK Trade & Investment, Arion-banki og Orkustofnun. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem orkumálaráðherra Bretlands heimsækir Ísland og hann fékk að sjálfsögðu að kynnast af eigin raun hvernig Íslendingar beisla orku úr iðrum jarðar. Í stöðvarhúsi virkjunarinnar var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf ríkjanna á sviði orkumála og tekur það til fjögurra þátta, um jarðhitaleit í Bretlandi og hitaveitur, um athugun á sæstreng milli Íslands og Bretlands, um að styðja jarðhitanýtingu í þróunarlöndum, einkum Austur-Afríku, og um miðlun upplýsinga um olíu- og gasiðnað, þar á meðal um olíuboranir á hafsbotni. Bretar nýta þegar jarðhita, en í litlum mæli, og eru með hitaveitur á nokkrum stöðum en telja sig geta sótt þekkingu til Íslendinga til að gera enn betur á því sviði. „Við höfum mikinn áhuga á að sjá hvort við getum beislað þá tækni á Bretlandi. Íslensk fyrirtæki gætu gegnt mikilvægu hlutverki í því ferli," sagði Charles Hendry í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við erum einnig að hefja viðræður um það hvort það væri hagkvæmt fyrir bæði löndin að tengjast með raforkusæstreng," sagði Hendry. Iðnaðarráðherra Íslands gerði breska ráðherranum hins vegar ljóst að lagning sæstrengs væri viðkvæmt mál á Íslandi. „Ég hef lagt á það áherslu við ráðherrann að við erum að setja saman stóran hóp manna vegna þess að við munum ekki fara út í lagningu sæstrengs nema um það verði breið sátt á meðal Íslendinga," sagði Oddný Harðardóttir. Breski ráðherrann mun í fyrramálið flytja erindi á ráðstefnu í Arion-banka um orkumál Evrópu og hvort þar bíði Íslendinga einhver tækifæri. Að ráðstefnunni standa UK Trade & Investment, Arion-banki og Orkustofnun.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira