Íslenski boltinn

Ingvar Kale samdi til tveggja ára við Víking

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingvar átti mikilli velgengni að fagna hjá Blikum.
Ingvar átti mikilli velgengni að fagna hjá Blikum. Mynd/Anton
Markvörðurinn Ingvar Þór Kale gekk í dag frá tveggja ára samningi við 1. deildarlið Víkings í knattspyrnu.

Segja má að Ingvar, sem varið hefur mark Breiðabliks undanfarin fjögur ár og orðið Íslands- og bikarmeistari með liðinu, sé kominn heim en Ingvar er uppalinn í Fossvoginum.

Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson gekk á dögunum til liðs við Breiðablik úr FH. Í kjölfarið varð ljóst að Ingvar Þór myndi leita á ný mið.

Þá gekk Andri Steinn Birgisson einnig frá tveggja ára samningi við Víkinga en Andri Steinn lék með Leikni síðastliðið sumar. Víkingur féll úr efstu deild sumarið 2011 en koma Ingvars er liður í að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×