Sér fyrir enda skattahækkana? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. nóvember 2012 10:11 Sveitarstjórnir um allt land liggja þessa dagana yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Það er klárlega ekki alltaf létt verk, enda bæði rekstrar- og skuldastaða margra sveitarfélaga erfið. Það vekur þó athygli að í það minnsta þrjú sveitarfélög, öll á suðvesturhorninu, stefna að því að lækka skatta á næsta ári. Þannig hefur Seltjarnarnes samþykkt fjárhagsáætlun sem kveður á um að útsvar íbúanna lækki úr 14,18% í 13,66%. Í Grindavík á að lækka útsvarið úr 14,48%, sem er leyfilegt hámarksútsvar, í 14,38%. Í Kópavogi hefur meirihluti bæjarstjórnar tilkynnt áform um að lækka fasteignagjöld, vatnsskatt og sorphirðugjald. Í flestum tilvikum munar skattgreiðendur ekki stórkostlega um þessar gjaldalækkanir, en þær eru samt mikilvægt fagnaðarefni, vegna þess að þær eru til merkis um að nú sjái hugsanlega fyrir endann á þeirri skattahækkanahrinu ríkis og sveitarfélaga, sem hefur verið samfelld frá hruni. Þannig lagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, áherzlu á það í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að sleginn væri nýr tónn. Frekari skattalækkana væri að vænta á næstu árum. Seltjarnarnes og Grindavík standa vel miðað við mörg önnur sveitarfélög og skulda ekki mikið. Kópavogur skuldar á þessu ári nærri 2,5-faldar rekstrartekjurnar, en stefnir í að koma skuldunum í rúmlega 200% af tekjunum á næsta ári. Auðvelda leiðin í þeirri stöðu er að skrúfa skattana í botn og láta íbúana súpa seyðið af röngum ákvörðunum fyrri ára. Það er þess vegna virðingarvert að meirihluti bæjarstjórnarinnar skuli fremur kjósa aðhald í rekstrinum. Minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs segir það "sýndarlækkun" að lækka fasteignaskatta, af því að fasteignamat hafi hækkað og því fórni bærinn í raun ekki tekjum. Það er rétt eins langt og það nær, en þá ber líka að hafa í huga að mörg sveitarfélög, þar sem fasteignamat hefur hækkað, breyta ekki skattprósentunni og þiggja bara að fleiri krónur komi í kassann. Svo er það áhugaverð umræða hvort tekjur tapist með skattalækkunum. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunni frá því að hann nýtti skattalækkunaráformin til að reyna að fjölga íbúum í bænum. Hann gengi til dæmis á milli báta í höfninni og kynnti bæinn fyrir sjómönnum. Það hefði þegar borið þann árangur að nokkrir hefðu flutt heimili sitt til Grindavíkur. Í ljósi þess að sjómenn eru meira en meðalmenn í launum, er það heilmikil búbót fyrir lítið sveitarfélag. Heilbrigð skattasamkeppni á milli sveitarfélaga er af hinu góða. Vonandi leiðir þessi viðleitni þriggja sveitarfélaga til þess að önnur sjái sér líka hag í því að lækka skatta og vanda sig við reksturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Sveitarstjórnir um allt land liggja þessa dagana yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Það er klárlega ekki alltaf létt verk, enda bæði rekstrar- og skuldastaða margra sveitarfélaga erfið. Það vekur þó athygli að í það minnsta þrjú sveitarfélög, öll á suðvesturhorninu, stefna að því að lækka skatta á næsta ári. Þannig hefur Seltjarnarnes samþykkt fjárhagsáætlun sem kveður á um að útsvar íbúanna lækki úr 14,18% í 13,66%. Í Grindavík á að lækka útsvarið úr 14,48%, sem er leyfilegt hámarksútsvar, í 14,38%. Í Kópavogi hefur meirihluti bæjarstjórnar tilkynnt áform um að lækka fasteignagjöld, vatnsskatt og sorphirðugjald. Í flestum tilvikum munar skattgreiðendur ekki stórkostlega um þessar gjaldalækkanir, en þær eru samt mikilvægt fagnaðarefni, vegna þess að þær eru til merkis um að nú sjái hugsanlega fyrir endann á þeirri skattahækkanahrinu ríkis og sveitarfélaga, sem hefur verið samfelld frá hruni. Þannig lagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, áherzlu á það í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að sleginn væri nýr tónn. Frekari skattalækkana væri að vænta á næstu árum. Seltjarnarnes og Grindavík standa vel miðað við mörg önnur sveitarfélög og skulda ekki mikið. Kópavogur skuldar á þessu ári nærri 2,5-faldar rekstrartekjurnar, en stefnir í að koma skuldunum í rúmlega 200% af tekjunum á næsta ári. Auðvelda leiðin í þeirri stöðu er að skrúfa skattana í botn og láta íbúana súpa seyðið af röngum ákvörðunum fyrri ára. Það er þess vegna virðingarvert að meirihluti bæjarstjórnarinnar skuli fremur kjósa aðhald í rekstrinum. Minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs segir það "sýndarlækkun" að lækka fasteignaskatta, af því að fasteignamat hafi hækkað og því fórni bærinn í raun ekki tekjum. Það er rétt eins langt og það nær, en þá ber líka að hafa í huga að mörg sveitarfélög, þar sem fasteignamat hefur hækkað, breyta ekki skattprósentunni og þiggja bara að fleiri krónur komi í kassann. Svo er það áhugaverð umræða hvort tekjur tapist með skattalækkunum. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunni frá því að hann nýtti skattalækkunaráformin til að reyna að fjölga íbúum í bænum. Hann gengi til dæmis á milli báta í höfninni og kynnti bæinn fyrir sjómönnum. Það hefði þegar borið þann árangur að nokkrir hefðu flutt heimili sitt til Grindavíkur. Í ljósi þess að sjómenn eru meira en meðalmenn í launum, er það heilmikil búbót fyrir lítið sveitarfélag. Heilbrigð skattasamkeppni á milli sveitarfélaga er af hinu góða. Vonandi leiðir þessi viðleitni þriggja sveitarfélaga til þess að önnur sjái sér líka hag í því að lækka skatta og vanda sig við reksturinn.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun