Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin Karl Sigfússon skrifar 17. nóvember 2012 06:00 Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður „forsendubrestur". Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins.Niðrandi alhæfingar Ég er 35 ára og tilheyri því óhjákvæmilega þessari sjálfhverfu kynslóð hans Sighvats, sem og allir mínir skólafélagar og vinir. Ég tilheyri líka þeim hópi fólks sem hefur verið að væla og skæla yfir ástandinu sem skapaðist við efnahagshrunið, enda ósáttur við stöðu mála. Ég kannast hins vegar ekki við að mín sjálfhverfa kynslóð hafi nokkuð með kvótabrask eða svindl á vistmönnum á Eir að gera – það verður Sighvatur að herma upp á aðila sem standa honum nær í aldri. Greinaskrif Sighvats höfðu því stuðandi áhrif á mig, bæði vegna ósanninda sem þar komu fram og ekki síður vegna niðrandi alhæfinga um mig og mína jafnaldra. Sighvatur tilheyrir kynslóð sem ég ber virðingu fyrir, kynslóð foreldra minna. Hann er eldri maður og virðulegur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Sighvatur fékk mig því til að efast eitt stundarkorn um eigin sannfæringu og sjálfsímynd. Hvort ég væri kannski þessi sjálfhverfa væluskjóða sem Sighvatur segir mig vera – vælandi yfir einhverjum ímynduðum „forsendubresti".Lúðrablástur og haldbær rök Ólíkt Sighvati, sem virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að rökstyðja sleggjudóma sína, þá hef ég afar ríka þörf fyrir að byggja lúðrablástur minn á haldföstum rökum. Ég fór því að skoða og greina talnagögn um skattframtöl einstaklinga af heimasíðu ríkisskattstjóra, með 15 ára kynslóðaskiptingu Sighvats að leiðarljósi. Markmið mitt var að rökstyðja hinn „meinta" forsendubrest sem Sighvatur vill meina að sé hreinn uppspuni sjálfhverfu kynslóðarinnar. Í stuttu máli sagt feykja gögn ríkisskattstjóra fyrirlitningarfrussi Sighvats Björgvinssonar langt á haf út. Út frá þessum gögnum er ljóst að sjálfhverfa kynslóðin tapaði öllum sínum eignum í efnahagshruninu og rúmlega það. Hrein eign (eignir mínus skuldir) 31-45 ára íslendinga féll úr 137 milljörðum niður í MÍNUS 8 milljarða á árunum 2006 til 2011 eða sem samsvarar lækkun upp á 106%. Á sama tímabili jókst eignastaða Sighvats og félaga hans, sem eru á aldrinum 61-75 ára, um 34%, úr 512 milljörðum í 684 milljarða. Þegar hlutfallsleg eignastaða á milli kynslóða er skoðuð opinberast hin slæma staða þeirra yngri enn frekar. Hlutfallsleg eignastaða þeirra sem eru 45 ára og yngri hefur gjörsamlega hrunið í samanburði við aðrar kynslóðir eða frá því að vera um 20% af eignum allra einstaklinga á árunum frá 1996 - 2006 niður í það að vera MÍNUS 2% árið 2011. Á sama tíma hefur hlutfallsleg eignastaða Sighvats-kynslóðarinnar vaxið frá því að vera 29% árið 2006 í 44% árið 2011. Það sama er að segja um eignastöðu þeirra sem eru á aldrinum 76-90 ára, en eignastaða þess virðulega hóps var um 15% af heildareignum einstaklinga árið 2006 en er í dag um 23%. Varla getur slíkur vöxtur á eignum þeirra eldri talist eignahrun eins og Sighvatur heldur fram!Bláköld staðreynd Allt tal Sighvats um eignahrun gamla fólksins er því algjör rökleysa. Hið rétta er að hér hefur átt sér stað gríðarleg eignatilfærsla milli kynslóða, frá þeim yngri til þeirra eldri, með tilheyrandi eignabruna hjá yngri kynslóðunum. Ástæðuna er ekki hægt að rekja nema að litlu leyti til gengistryggðra lána eins og Sighvatur heldur fram, enda var aðeins lítill hluti landsmanna með slík lán. Réttara er að horfa til verðtryggðra fasteignalána sem meginástæðunnar fyrir eignatilfærslunni – lánafyrirkomulagi sem komið var í gagnið þegar ég var aðeins 4 ára gamall af samferðarmönnum Sighvats. Það væri nú langsótt að kenna mér og minni sjálfhverfu kynslóð um áhrifin af þessu meingallaða lánafyrirkomulagi! Hvað sem ástæðunni fyrir hinni gríðarlegu eignatilfærslu líður er það bláköld staðreynd að Íslendingar, 45 ára og yngri – meira en helmingur þjóðarinnar – hafa sem heild tapað öllum sínum eignum og 8 milljörðum betur á aðeins 5 árum. Ég spyr – er sjálfhverft að kalla slíkar efnahagshamfarir forsendubrest? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður „forsendubrestur". Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins.Niðrandi alhæfingar Ég er 35 ára og tilheyri því óhjákvæmilega þessari sjálfhverfu kynslóð hans Sighvats, sem og allir mínir skólafélagar og vinir. Ég tilheyri líka þeim hópi fólks sem hefur verið að væla og skæla yfir ástandinu sem skapaðist við efnahagshrunið, enda ósáttur við stöðu mála. Ég kannast hins vegar ekki við að mín sjálfhverfa kynslóð hafi nokkuð með kvótabrask eða svindl á vistmönnum á Eir að gera – það verður Sighvatur að herma upp á aðila sem standa honum nær í aldri. Greinaskrif Sighvats höfðu því stuðandi áhrif á mig, bæði vegna ósanninda sem þar komu fram og ekki síður vegna niðrandi alhæfinga um mig og mína jafnaldra. Sighvatur tilheyrir kynslóð sem ég ber virðingu fyrir, kynslóð foreldra minna. Hann er eldri maður og virðulegur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Sighvatur fékk mig því til að efast eitt stundarkorn um eigin sannfæringu og sjálfsímynd. Hvort ég væri kannski þessi sjálfhverfa væluskjóða sem Sighvatur segir mig vera – vælandi yfir einhverjum ímynduðum „forsendubresti".Lúðrablástur og haldbær rök Ólíkt Sighvati, sem virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að rökstyðja sleggjudóma sína, þá hef ég afar ríka þörf fyrir að byggja lúðrablástur minn á haldföstum rökum. Ég fór því að skoða og greina talnagögn um skattframtöl einstaklinga af heimasíðu ríkisskattstjóra, með 15 ára kynslóðaskiptingu Sighvats að leiðarljósi. Markmið mitt var að rökstyðja hinn „meinta" forsendubrest sem Sighvatur vill meina að sé hreinn uppspuni sjálfhverfu kynslóðarinnar. Í stuttu máli sagt feykja gögn ríkisskattstjóra fyrirlitningarfrussi Sighvats Björgvinssonar langt á haf út. Út frá þessum gögnum er ljóst að sjálfhverfa kynslóðin tapaði öllum sínum eignum í efnahagshruninu og rúmlega það. Hrein eign (eignir mínus skuldir) 31-45 ára íslendinga féll úr 137 milljörðum niður í MÍNUS 8 milljarða á árunum 2006 til 2011 eða sem samsvarar lækkun upp á 106%. Á sama tímabili jókst eignastaða Sighvats og félaga hans, sem eru á aldrinum 61-75 ára, um 34%, úr 512 milljörðum í 684 milljarða. Þegar hlutfallsleg eignastaða á milli kynslóða er skoðuð opinberast hin slæma staða þeirra yngri enn frekar. Hlutfallsleg eignastaða þeirra sem eru 45 ára og yngri hefur gjörsamlega hrunið í samanburði við aðrar kynslóðir eða frá því að vera um 20% af eignum allra einstaklinga á árunum frá 1996 - 2006 niður í það að vera MÍNUS 2% árið 2011. Á sama tíma hefur hlutfallsleg eignastaða Sighvats-kynslóðarinnar vaxið frá því að vera 29% árið 2006 í 44% árið 2011. Það sama er að segja um eignastöðu þeirra sem eru á aldrinum 76-90 ára, en eignastaða þess virðulega hóps var um 15% af heildareignum einstaklinga árið 2006 en er í dag um 23%. Varla getur slíkur vöxtur á eignum þeirra eldri talist eignahrun eins og Sighvatur heldur fram!Bláköld staðreynd Allt tal Sighvats um eignahrun gamla fólksins er því algjör rökleysa. Hið rétta er að hér hefur átt sér stað gríðarleg eignatilfærsla milli kynslóða, frá þeim yngri til þeirra eldri, með tilheyrandi eignabruna hjá yngri kynslóðunum. Ástæðuna er ekki hægt að rekja nema að litlu leyti til gengistryggðra lána eins og Sighvatur heldur fram, enda var aðeins lítill hluti landsmanna með slík lán. Réttara er að horfa til verðtryggðra fasteignalána sem meginástæðunnar fyrir eignatilfærslunni – lánafyrirkomulagi sem komið var í gagnið þegar ég var aðeins 4 ára gamall af samferðarmönnum Sighvats. Það væri nú langsótt að kenna mér og minni sjálfhverfu kynslóð um áhrifin af þessu meingallaða lánafyrirkomulagi! Hvað sem ástæðunni fyrir hinni gríðarlegu eignatilfærslu líður er það bláköld staðreynd að Íslendingar, 45 ára og yngri – meira en helmingur þjóðarinnar – hafa sem heild tapað öllum sínum eignum og 8 milljörðum betur á aðeins 5 árum. Ég spyr – er sjálfhverft að kalla slíkar efnahagshamfarir forsendubrest?
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun