Júlían Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 17:24 Júlían Jóhann Karl Jóhannsson á pallinum. Mynd/Kraftlyftingasamband Íslands Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni tryggði sér í dag gullverðlaun í réttstöðulyftu á EM unglinga í Herning í Danmörku. Júlían varð ennfremur í fjórða sæti í samanlögðu í keppni um Evrópumeistaratitil unglinga í yfirþungavigt. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er fæddur 1993 og var að keppa í fyrsta sinn í aldursflokknum 19 – 23 ára en hann var yngstur í hópnum. Júlían lyfti alls 882,5 kílóum í samanlögðu en sigurvegarinn í flokknum var Rússinn Igor Filipov með 965 kíló. Júlían bætti sinn besta árangur um 20 kíló og setti nýtt Íslandsmet unglinga. Réttstaðan hefur lengst af verið besta grein Júlíans, en hann varð heimsmeistari drengja í greininni í fyrra og sýndi í dag að það var engin tilviljun. Júlían byrjaði á því að lyfta 290 kílóum létt og hristi svo upp í keppinautum sínum með að lyfta 315 kílóum í annarri lyftu. Mikið taugastríð upphófst í framhaldinu í réttstöðukeppninni með taktískar breytingar á víxl. Íslenska liðið hélt haus og Júlían stóð uppi sem sigurvegari á nýju glæsilegu íslandsmeti unglinga 327,5 kg. Hnébeygjan gekk ekki sem skyldi hjá Júlían í þetta skiptið. Hann kláraði létt opnunarþyngdina 320,0 kíló en mistókst tvisvar með tilraun við nýtt íslandsmet sem er 335,0 kíló. Á bekknum byrjaði Júlían örugglega á því að lyfta 220 kílóum. Hann setti nýtt íslandsmet í annari tilraun með því að lyfta 230 kílóum og bætti um betur í þeirri þriðju með að fara upp með 235,0 kíló. Nýtt íslandsmet unglinga og persónuleg bæting um 7,5 kíló var í höfn og tók hann nokkuð óvænt fjórða sætið í bekkpressu. Innlendar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni tryggði sér í dag gullverðlaun í réttstöðulyftu á EM unglinga í Herning í Danmörku. Júlían varð ennfremur í fjórða sæti í samanlögðu í keppni um Evrópumeistaratitil unglinga í yfirþungavigt. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er fæddur 1993 og var að keppa í fyrsta sinn í aldursflokknum 19 – 23 ára en hann var yngstur í hópnum. Júlían lyfti alls 882,5 kílóum í samanlögðu en sigurvegarinn í flokknum var Rússinn Igor Filipov með 965 kíló. Júlían bætti sinn besta árangur um 20 kíló og setti nýtt Íslandsmet unglinga. Réttstaðan hefur lengst af verið besta grein Júlíans, en hann varð heimsmeistari drengja í greininni í fyrra og sýndi í dag að það var engin tilviljun. Júlían byrjaði á því að lyfta 290 kílóum létt og hristi svo upp í keppinautum sínum með að lyfta 315 kílóum í annarri lyftu. Mikið taugastríð upphófst í framhaldinu í réttstöðukeppninni með taktískar breytingar á víxl. Íslenska liðið hélt haus og Júlían stóð uppi sem sigurvegari á nýju glæsilegu íslandsmeti unglinga 327,5 kg. Hnébeygjan gekk ekki sem skyldi hjá Júlían í þetta skiptið. Hann kláraði létt opnunarþyngdina 320,0 kíló en mistókst tvisvar með tilraun við nýtt íslandsmet sem er 335,0 kíló. Á bekknum byrjaði Júlían örugglega á því að lyfta 220 kílóum. Hann setti nýtt íslandsmet í annari tilraun með því að lyfta 230 kílóum og bætti um betur í þeirri þriðju með að fara upp með 235,0 kíló. Nýtt íslandsmet unglinga og persónuleg bæting um 7,5 kíló var í höfn og tók hann nokkuð óvænt fjórða sætið í bekkpressu.
Innlendar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira