Umfjöllun og viðtöl: Þór - Valur 1-4 | Ekkert bikarævintýri hjá Þór í ár Björn Ívar Björnsson skrifar 8. júní 2012 15:38 Mynd/Vilhelm Valsmenn tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 4-1 útisigur á b-deildarliði Þórs á Akureyri í kvöld. Þórsarar fóru alla leið í úrslitaleikinn í fyrra en það verður ekkert bikarævintýri hjá Þórsliðinu í ár. Valsmenn skoruðu fjögur mörk í öðrum leiknum í röð en þeir unnu 4-0 heimasigur á Keflavík í síðasta leik sínum í Pepsi-deildinni. Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, er greinilega búinn að finna sóknarlínu sína því Kristinn Freyr Sigurðsson, Hörður Sveinsson og Kolbeinn Kárason skoruðu allir í þessum leik. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val í 1-0 á 24. mínútu þvert gegn gangi leiksins en Þórsarar höfðu verið þónokkuð meira með boltann. Mikil barátta var í leiknum og mikið um brot en lítið um opin færi. Í lok fyrri hálfleiks vildu Þórsarar þó fá vítaspyrnu þegar virtist brotið á Sveini Elíasi Jónssyni, fyrirliða Þórs, en Þorvaldur Árnason dæmdi markspyrnu við litla hrifningu Þórsara. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Jóhann Helgi Hannesson svo metin fyrir Þór en laust skot hans fór undir Ásgeir Þór Magnússon í marki Vals sem hefði átt að gera betur. Rúnar Már Sigurjónsson kom Val aftur yfir fjórum mínútum síðar með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnan var þó nokkuð umdeild og áhorfendur á bandi Þórs voru æfir í stúkunni. Þorvaldur virtist þó hafa haft rétt fyrir sér. Þórsarar pressuðu nokkuð stíft á gestina en allt kom fyrir ekki. Orri Freyr Hjaltalín átti bylmingsskot í þverslána eftir mistök hjá Matarr Jobe í vörn Vals en inn vildi boltinn ekki. Á 73. mínútu tók svo Kolbeinn Kárason til sinna mála og tók skot af 35 metra færi þegar ekkert virtist vera í spilunum. Skotið söng í markvinklinum og Valsmenn komnir í vænlega stöðu. Fjórum mínútum síðar innsiglaði Hörður Sveinsson svo sigurinn eftir sendingu frá Rúnari Má sem var maður leiksins. Eftir það gerðist lítið og leikurinn fjaraði út fyrir utan dauðafæri hjá Robin Strömberg þegar hann komst einn í gegn en lét Ásgeir verja frá sér í markinu. 4-1 sigur Vals staðreynd og Reykjavíkurliðið komið áfram í 16-liða úrslit. Sveinn Elías: Við vorum óheppnirSveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs var svekktur í leikslok. „Það sem fór úrskeiðis var að þeir skoruðu fleiri mörk en við gerðum. Við gerðum eigilega allt sem við ætluðum að gera en vorum óheppnir og Valsararnir hafa einhvern veginn pínu tak á ykkur." „Við áttum sláarskot í stöðunni 2-1 og það hefði alveg getað dottið inn með okkur en það gerði það ekki og þá datt botninn úr þessu og þriðja markið þeirra kláraði leikinn algjörlega." Aðspurður um atvikið þar sem Ásgeir virtist taka hann niður í teignum sagði Sveinn: „Ekkert mikil snerting en hann fer samt í lappirnar á mér, ég er á undan honum í boltann og þetta er bara víti en ekki fannst Þorvaldi það, en svona er þetta." En það er stutt í næsta leik hjá Þór sem er á mánudaginn gegn BÍ/Bolungarvík. „Jú við verðum bara að einbeita okkur að deildinni fyrst að þetta er búið en vissulega þá er ég mjög svekktur og við ætluðum okkur klárlega miklu lengra í þessari keppni." Haukur Páll: Kannski ekkert fallegasti fótboltinn en þetta var nógHaukur Páll Sigurðsson leikmaður Vals var að vonum ánægður í leikslok. „Þetta var barátta út í gegn í leikinn , við vitum að Þórsarar eru mjög sterkir á heimavelli og tapa fáum leikjum hérna. Við þurftum að koma dýrvitlausir í þennan leik til að bera sigur úr býtum þannig að það var baráttan og viljinn sem skóp sigurinn, kannski ekkert fallegasti fótboltinn en þetta var nóg," sagði Haukur. Aðspurður um markið fallega frá Kolbeini Kárasyni sagði Haukur Páll: „Jájá, hann á þetta til og hann sagði um daginn í viðtali að maður skorar ekki nema að skjóta og þetta var geggjað mark," sagði Haukur en hann fór meiddur útaf snemma í fyrri hálfleik. „Ég var búinn að vera slappur aðeins í vikunni og fannst ég ekki geta beitt mér 100% vegna veikindanna og fannst rétt að fá ferskan mann inn svo hann gæti hjálpað liðinu meira en ég." En er einhver óska mótherji í 16-liða úrslitunum? „Nei alls ekki, þetta er bara happa glappa og bara að fá heimaleik væri skemmtilegt." Kristján Guðmundsson: Alvöru stríðsbikarleikur „Tilfinningin er hrikalega góð því þetta varvirkilega erfiður leikur, alvöru stríðsbíkarleikur og mikil átök og feikilega gaman að koma og spila þennan leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals. „Það lá dálítið á okkur í byrjun og fyrsta markið skipti sköpum. Við bjuggum það til úr engu og það hjálpaði okkur að komast betur inn í leikinn." Um glæsimark Kolbeins sagði Kristján: „Já þetta var stórkostlegt mark og aukaspyrnumarkið hjá Rúnari einnig mjög gott," sagði Kristján. Valur mætir næst Stjörnunni í Pepsídeildinni þann 15. júní. „Menn verða klárir í þann leik, nú njótum við þess að vera komnir áfram í bikarnum og undirbúum okkur fyrir Stjörnuna en það er annar útileikur og annar baráttuleikur." Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 4-1 útisigur á b-deildarliði Þórs á Akureyri í kvöld. Þórsarar fóru alla leið í úrslitaleikinn í fyrra en það verður ekkert bikarævintýri hjá Þórsliðinu í ár. Valsmenn skoruðu fjögur mörk í öðrum leiknum í röð en þeir unnu 4-0 heimasigur á Keflavík í síðasta leik sínum í Pepsi-deildinni. Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, er greinilega búinn að finna sóknarlínu sína því Kristinn Freyr Sigurðsson, Hörður Sveinsson og Kolbeinn Kárason skoruðu allir í þessum leik. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val í 1-0 á 24. mínútu þvert gegn gangi leiksins en Þórsarar höfðu verið þónokkuð meira með boltann. Mikil barátta var í leiknum og mikið um brot en lítið um opin færi. Í lok fyrri hálfleiks vildu Þórsarar þó fá vítaspyrnu þegar virtist brotið á Sveini Elíasi Jónssyni, fyrirliða Þórs, en Þorvaldur Árnason dæmdi markspyrnu við litla hrifningu Þórsara. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Jóhann Helgi Hannesson svo metin fyrir Þór en laust skot hans fór undir Ásgeir Þór Magnússon í marki Vals sem hefði átt að gera betur. Rúnar Már Sigurjónsson kom Val aftur yfir fjórum mínútum síðar með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnan var þó nokkuð umdeild og áhorfendur á bandi Þórs voru æfir í stúkunni. Þorvaldur virtist þó hafa haft rétt fyrir sér. Þórsarar pressuðu nokkuð stíft á gestina en allt kom fyrir ekki. Orri Freyr Hjaltalín átti bylmingsskot í þverslána eftir mistök hjá Matarr Jobe í vörn Vals en inn vildi boltinn ekki. Á 73. mínútu tók svo Kolbeinn Kárason til sinna mála og tók skot af 35 metra færi þegar ekkert virtist vera í spilunum. Skotið söng í markvinklinum og Valsmenn komnir í vænlega stöðu. Fjórum mínútum síðar innsiglaði Hörður Sveinsson svo sigurinn eftir sendingu frá Rúnari Má sem var maður leiksins. Eftir það gerðist lítið og leikurinn fjaraði út fyrir utan dauðafæri hjá Robin Strömberg þegar hann komst einn í gegn en lét Ásgeir verja frá sér í markinu. 4-1 sigur Vals staðreynd og Reykjavíkurliðið komið áfram í 16-liða úrslit. Sveinn Elías: Við vorum óheppnirSveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs var svekktur í leikslok. „Það sem fór úrskeiðis var að þeir skoruðu fleiri mörk en við gerðum. Við gerðum eigilega allt sem við ætluðum að gera en vorum óheppnir og Valsararnir hafa einhvern veginn pínu tak á ykkur." „Við áttum sláarskot í stöðunni 2-1 og það hefði alveg getað dottið inn með okkur en það gerði það ekki og þá datt botninn úr þessu og þriðja markið þeirra kláraði leikinn algjörlega." Aðspurður um atvikið þar sem Ásgeir virtist taka hann niður í teignum sagði Sveinn: „Ekkert mikil snerting en hann fer samt í lappirnar á mér, ég er á undan honum í boltann og þetta er bara víti en ekki fannst Þorvaldi það, en svona er þetta." En það er stutt í næsta leik hjá Þór sem er á mánudaginn gegn BÍ/Bolungarvík. „Jú við verðum bara að einbeita okkur að deildinni fyrst að þetta er búið en vissulega þá er ég mjög svekktur og við ætluðum okkur klárlega miklu lengra í þessari keppni." Haukur Páll: Kannski ekkert fallegasti fótboltinn en þetta var nógHaukur Páll Sigurðsson leikmaður Vals var að vonum ánægður í leikslok. „Þetta var barátta út í gegn í leikinn , við vitum að Þórsarar eru mjög sterkir á heimavelli og tapa fáum leikjum hérna. Við þurftum að koma dýrvitlausir í þennan leik til að bera sigur úr býtum þannig að það var baráttan og viljinn sem skóp sigurinn, kannski ekkert fallegasti fótboltinn en þetta var nóg," sagði Haukur. Aðspurður um markið fallega frá Kolbeini Kárasyni sagði Haukur Páll: „Jájá, hann á þetta til og hann sagði um daginn í viðtali að maður skorar ekki nema að skjóta og þetta var geggjað mark," sagði Haukur en hann fór meiddur útaf snemma í fyrri hálfleik. „Ég var búinn að vera slappur aðeins í vikunni og fannst ég ekki geta beitt mér 100% vegna veikindanna og fannst rétt að fá ferskan mann inn svo hann gæti hjálpað liðinu meira en ég." En er einhver óska mótherji í 16-liða úrslitunum? „Nei alls ekki, þetta er bara happa glappa og bara að fá heimaleik væri skemmtilegt." Kristján Guðmundsson: Alvöru stríðsbikarleikur „Tilfinningin er hrikalega góð því þetta varvirkilega erfiður leikur, alvöru stríðsbíkarleikur og mikil átök og feikilega gaman að koma og spila þennan leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals. „Það lá dálítið á okkur í byrjun og fyrsta markið skipti sköpum. Við bjuggum það til úr engu og það hjálpaði okkur að komast betur inn í leikinn." Um glæsimark Kolbeins sagði Kristján: „Já þetta var stórkostlegt mark og aukaspyrnumarkið hjá Rúnari einnig mjög gott," sagði Kristján. Valur mætir næst Stjörnunni í Pepsídeildinni þann 15. júní. „Menn verða klárir í þann leik, nú njótum við þess að vera komnir áfram í bikarnum og undirbúum okkur fyrir Stjörnuna en það er annar útileikur og annar baráttuleikur."
Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira