Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2012 11:15 Svona taka Íslendingar á móti ísbjörnum. Frá Hrauni á Skaga í júní 2008. Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-,veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. Veiðieftirlitsmenn töldu sig neydda til að drepa björninn í sumarbústaðahverfi skammt frá höfuðstaðnum en forvitni fólks er þó kennt um hvernig fór. Björninn hafði haldið sig um nokkurt skeið við sumarbústaðina. Þar vakti hann mikla athygli fólks sem flykktist að til að sjá dýrið, en setti sig um leið í hættu. Ráðuneytið segir að öll kynni ísbjarna af mönnum, þar sem ekki sé beinlínis verið að veiða þá, venji ísbirni á að vera nálægt fólki og byggðum svæðum. Menn verði að hafa í huga að hvítabirnir séu rándýr og það geti verið lífshættulegt að vera nálægt þeim, þar sem þeir geti verið óútreiknanlegir. Hverjum þeim sem ekki hafi gilt leyfi til að veiða ísbjörn beri skylda til að yfirgefa svæðið strax og upplýsa lögreglu eða veiðieftirlitsmann um veru ísbjarnar. Í slíkum tilvikum beri mönnum að hlýta fyrirmælum veiðieftirlitsmanns. Það sé til að tryggja að ísbjörninn geti haldið áfram för sinni án þess að vera truflaður að óþörfu eða hugsanlega skotinn. Í umgengnisreglunum segir að besta leiðin til að forðast árás ísbjarna sé að halda sig í góðri fjarlægð. Verði menn varir við ísbjörn beri mönnum að yfirgefa svæðið. Í tilfellum þar sem ísbjörn nálgist byggð svæði skuli reynt að hræða hann í burtu með riffilskoti, merkjabyssu eða þvíumlíku. Málmhljóð, eins og með því að slá saman pottlokum, megi einnig nota til að hræða ísbjörn burt. Lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður eigi að standa að því að hrekja ísbjörn burt. Smábátar, vélsleðar og fjórhjól geti nýst til að koma honum á flótta. Það skuli þó gerast hægt og rólega, og aðeins á fárra kílómetra hraða. Ísbirnir ofhitni fljótt, sem geti leitt til dauða þeirra. Á svæðum þar sem hvítabirnir halda sig að staðaldri ættu menn þó ætíð að hafa með sér öflugan riffill og ef sofið er í tjaldi að hafa ísbjarnavakt. Þá er mönnum ráðlagt að hafa minnst 50 metra fjarlægð milli tjalds og matvæla, og matarafganga skuli sömuleiðis geyma fjarri svefntjaldi. Í reglunum segir að aflífun ísbjarna sé undir öllum kringumstæðum síðasta úrræði. Ráðuneytið skuli meta, eftir því sem aðstæður leyfa, hvort slíkt sé nauðsynlegt. Það sé meginregla að lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður standi að aflífun. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-,veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. Veiðieftirlitsmenn töldu sig neydda til að drepa björninn í sumarbústaðahverfi skammt frá höfuðstaðnum en forvitni fólks er þó kennt um hvernig fór. Björninn hafði haldið sig um nokkurt skeið við sumarbústaðina. Þar vakti hann mikla athygli fólks sem flykktist að til að sjá dýrið, en setti sig um leið í hættu. Ráðuneytið segir að öll kynni ísbjarna af mönnum, þar sem ekki sé beinlínis verið að veiða þá, venji ísbirni á að vera nálægt fólki og byggðum svæðum. Menn verði að hafa í huga að hvítabirnir séu rándýr og það geti verið lífshættulegt að vera nálægt þeim, þar sem þeir geti verið óútreiknanlegir. Hverjum þeim sem ekki hafi gilt leyfi til að veiða ísbjörn beri skylda til að yfirgefa svæðið strax og upplýsa lögreglu eða veiðieftirlitsmann um veru ísbjarnar. Í slíkum tilvikum beri mönnum að hlýta fyrirmælum veiðieftirlitsmanns. Það sé til að tryggja að ísbjörninn geti haldið áfram för sinni án þess að vera truflaður að óþörfu eða hugsanlega skotinn. Í umgengnisreglunum segir að besta leiðin til að forðast árás ísbjarna sé að halda sig í góðri fjarlægð. Verði menn varir við ísbjörn beri mönnum að yfirgefa svæðið. Í tilfellum þar sem ísbjörn nálgist byggð svæði skuli reynt að hræða hann í burtu með riffilskoti, merkjabyssu eða þvíumlíku. Málmhljóð, eins og með því að slá saman pottlokum, megi einnig nota til að hræða ísbjörn burt. Lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður eigi að standa að því að hrekja ísbjörn burt. Smábátar, vélsleðar og fjórhjól geti nýst til að koma honum á flótta. Það skuli þó gerast hægt og rólega, og aðeins á fárra kílómetra hraða. Ísbirnir ofhitni fljótt, sem geti leitt til dauða þeirra. Á svæðum þar sem hvítabirnir halda sig að staðaldri ættu menn þó ætíð að hafa með sér öflugan riffill og ef sofið er í tjaldi að hafa ísbjarnavakt. Þá er mönnum ráðlagt að hafa minnst 50 metra fjarlægð milli tjalds og matvæla, og matarafganga skuli sömuleiðis geyma fjarri svefntjaldi. Í reglunum segir að aflífun ísbjarna sé undir öllum kringumstæðum síðasta úrræði. Ráðuneytið skuli meta, eftir því sem aðstæður leyfa, hvort slíkt sé nauðsynlegt. Það sé meginregla að lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður standi að aflífun.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent