Forseti sem þorir Eirún Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2012 13:00 Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga. Og núna árið 2012 er möguleiki á fyrstu karlkyns „forsetafrúnni“ á Íslandi, sem verður auk þess í feðraorlofi til þess að byrja með - sem mun sannarlega vekja alþjóðlega athygli á þeirri sérstöðu sem íslenskir karlar njóta og við ættum að geta verið raunverulega stolt af sem jafnréttissinar. Við fáum nú tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sjálfstæður og um leið, ásamt maka sínum, ein af táknmyndum þess sem nútíma jafnréttissamfélag getur boðið uppá; frelsi einstaklinga óháð kyni. En fyrst og fremst fáum við samt tækifæri til þess að kjósa í embættið vel menntaðan reynslubolta í alþjóðlegum stjórnmálum og fjölmiðlum sem kann að greina hismið frá kjarnanum í flóknum málum og að tala vafningalaust og skýrt til almennings. Þann 30. júní næstkomandi fáum við sem sagt tækifæri til þess að kjósa nýjan forseta. Þakka þeim fyrri fyrir vel unnin störf á 16 ára ferli sínum og leyfa nýjum straumum og þekkingu að komast að. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að skipta um starfsvettvang á hinum sífelldu umbreytingatímum sem lífið er og takast á við ný og krefjandi verkefni. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að vera mótandi jákvætt afl í samfélaginu. Forseta sem þorir að leggja áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu frekar en það sem sundrar því. Forseta sem þorir að lýsa yfir hlutleysi í málefnum sem kljúfa þjóðina svo að um embættið ríki friður á ófriðartímum. Forseta sem þorir að vera raunverulegur friðarsinni. Við fáum jafnframt fækifæri til þess að kjósa forseta sem treystir öðrum þjóðkjörnum fulltrúum á hverjum tíma til þeirra starfa sem þeir voru kosnir til af fólkinu í landinu. Forseta sem hefur engu að síður dómgreind og kjark til þess að bregðast við á ögurstundu. Við fáum einnig tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sérlega alþýðlegur og hefur reynslu og þekkingu af því að setja sig inn í margslungin mál og ræða við fólk úr ólíkum áttum, jafnt Dalai Lama sem bóndann á Miðskeri. Við fáum tækfæri til þess að kjósa forseta sem hefur færni til þess að greina aðstæður í þjóðfélaginu og hlutverk sitt í þeim. Forseta sem hefur getu til þess að átta sig á raunverulegum styrkleika fólksins í landinu og leggja áherslu á þá getu sem innistæða er fyrir. Þann 30. júní fáum við einstakt tækifæri til þess að kjósa forseta sem býr yfir krafti, mýkt og skynsemi til þess að takast á við nýja tíma. Það væri súrt ef við misstum af því einstaka tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga. Og núna árið 2012 er möguleiki á fyrstu karlkyns „forsetafrúnni“ á Íslandi, sem verður auk þess í feðraorlofi til þess að byrja með - sem mun sannarlega vekja alþjóðlega athygli á þeirri sérstöðu sem íslenskir karlar njóta og við ættum að geta verið raunverulega stolt af sem jafnréttissinar. Við fáum nú tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sjálfstæður og um leið, ásamt maka sínum, ein af táknmyndum þess sem nútíma jafnréttissamfélag getur boðið uppá; frelsi einstaklinga óháð kyni. En fyrst og fremst fáum við samt tækifæri til þess að kjósa í embættið vel menntaðan reynslubolta í alþjóðlegum stjórnmálum og fjölmiðlum sem kann að greina hismið frá kjarnanum í flóknum málum og að tala vafningalaust og skýrt til almennings. Þann 30. júní næstkomandi fáum við sem sagt tækifæri til þess að kjósa nýjan forseta. Þakka þeim fyrri fyrir vel unnin störf á 16 ára ferli sínum og leyfa nýjum straumum og þekkingu að komast að. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að skipta um starfsvettvang á hinum sífelldu umbreytingatímum sem lífið er og takast á við ný og krefjandi verkefni. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að vera mótandi jákvætt afl í samfélaginu. Forseta sem þorir að leggja áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu frekar en það sem sundrar því. Forseta sem þorir að lýsa yfir hlutleysi í málefnum sem kljúfa þjóðina svo að um embættið ríki friður á ófriðartímum. Forseta sem þorir að vera raunverulegur friðarsinni. Við fáum jafnframt fækifæri til þess að kjósa forseta sem treystir öðrum þjóðkjörnum fulltrúum á hverjum tíma til þeirra starfa sem þeir voru kosnir til af fólkinu í landinu. Forseta sem hefur engu að síður dómgreind og kjark til þess að bregðast við á ögurstundu. Við fáum einnig tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sérlega alþýðlegur og hefur reynslu og þekkingu af því að setja sig inn í margslungin mál og ræða við fólk úr ólíkum áttum, jafnt Dalai Lama sem bóndann á Miðskeri. Við fáum tækfæri til þess að kjósa forseta sem hefur færni til þess að greina aðstæður í þjóðfélaginu og hlutverk sitt í þeim. Forseta sem hefur getu til þess að átta sig á raunverulegum styrkleika fólksins í landinu og leggja áherslu á þá getu sem innistæða er fyrir. Þann 30. júní fáum við einstakt tækifæri til þess að kjósa forseta sem býr yfir krafti, mýkt og skynsemi til þess að takast á við nýja tíma. Það væri súrt ef við misstum af því einstaka tækifæri.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun