Með þökk fyrir allt Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 5. júní 2012 09:45 Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt. Þetta er kynslóðin sem færði okkur Þorskastríðin og kvótakerfið. Afnám gjaldeyrishafta og upptöku þeirra aftur. Þetta er kynslóðin sem á 7. áratugnum krafðist náms- og íbúðarlána til handa ungu fólki sem eru lífsgæði sem ungt fólk nýtur enn í dag (að vísu með því skilyrði að þurfa að greiða lánin aftur blikk blikk), kynslóðin sem kom okkur í EES, Schengen og næstum í Öryggisráðið, kynslóðin sem færði okkur litasjónvarp og rauðsokkubyltinguna. Þetta er kynslóðin sem fékk þá hugmynd að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð en líka þá hugmynd að framtíð þjóðarinnar lægi í refarækt, kynslóðin sem færði okkur hugmyndina um að best væri að sökkva hálendinu en líka hugmyndina um að við þyrftum að bjarga því aftur. Þetta er kynslóðin sem breytti Sjálfstæðisflokknum úr síldarslorugum Dunhill hatti yfir í Hugo Boss (og aftur til baka), Framsóknarflokknum úr lopa í flís og Alþýðuflokknum úr bláum galla verkamannsins yfir í ný föt keisarans. Þetta er kynslóðin sem afnam skatta á blaðið en setti nýja á skaftið. Þetta er kynslóðin sem færði okkur lausnirnar og vandamálin, hugsjónir og skipbrot þeirra, hlýja drauma en líka hljóð vekjaraklukkunnar. Þetta er gott fólk. Þetta er kynslóð foreldra minna. Þetta er fólkið sem ól okkur upp og ég er fullur þakklætis. Þau hafa stjórnað okkur svo lengi og hringlað svo oft í heimsmynd okkar að við erum næstum orðin háð því að hafa þau yfir okkur. En nú er þetta komið gott. Við megum ekki gleyma því, við unga fólk á öllum aldri, að við ráðum framtíð okkar. Ég meina þetta af einlægni: Ég vil þakka þér fyrir þjónustuna Ólafur Ragnar Grímsson. Sem þakklætisvott kýs ég Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Forsetakosningar 2012 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt. Þetta er kynslóðin sem færði okkur Þorskastríðin og kvótakerfið. Afnám gjaldeyrishafta og upptöku þeirra aftur. Þetta er kynslóðin sem á 7. áratugnum krafðist náms- og íbúðarlána til handa ungu fólki sem eru lífsgæði sem ungt fólk nýtur enn í dag (að vísu með því skilyrði að þurfa að greiða lánin aftur blikk blikk), kynslóðin sem kom okkur í EES, Schengen og næstum í Öryggisráðið, kynslóðin sem færði okkur litasjónvarp og rauðsokkubyltinguna. Þetta er kynslóðin sem fékk þá hugmynd að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð en líka þá hugmynd að framtíð þjóðarinnar lægi í refarækt, kynslóðin sem færði okkur hugmyndina um að best væri að sökkva hálendinu en líka hugmyndina um að við þyrftum að bjarga því aftur. Þetta er kynslóðin sem breytti Sjálfstæðisflokknum úr síldarslorugum Dunhill hatti yfir í Hugo Boss (og aftur til baka), Framsóknarflokknum úr lopa í flís og Alþýðuflokknum úr bláum galla verkamannsins yfir í ný föt keisarans. Þetta er kynslóðin sem afnam skatta á blaðið en setti nýja á skaftið. Þetta er kynslóðin sem færði okkur lausnirnar og vandamálin, hugsjónir og skipbrot þeirra, hlýja drauma en líka hljóð vekjaraklukkunnar. Þetta er gott fólk. Þetta er kynslóð foreldra minna. Þetta er fólkið sem ól okkur upp og ég er fullur þakklætis. Þau hafa stjórnað okkur svo lengi og hringlað svo oft í heimsmynd okkar að við erum næstum orðin háð því að hafa þau yfir okkur. En nú er þetta komið gott. Við megum ekki gleyma því, við unga fólk á öllum aldri, að við ráðum framtíð okkar. Ég meina þetta af einlægni: Ég vil þakka þér fyrir þjónustuna Ólafur Ragnar Grímsson. Sem þakklætisvott kýs ég Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun