Erlent

Hollywoodstjörnur mætast í málaferlum í New Orleans

Hollywoodstjörnurnar Kevin Costner og Stephen Baldwin munu mæta hvor annarri í málaferlum í New Orleans á næstu dögum.

Málið er tengt olíulekanum á Mexíkóflóa árið 2010 sem talið er eitt mesta mengunarslys í sögu Bandaríkjanna. Stephen Baldwin sakar Kevin Costner og viðskipafélaga hans um að hafa svikið sig um háar fjárhæðir í samningum um olíuhreinsitæki sem keypt voru til að hreinsa upp flóann eftir slysið.

Forsaga þessa máls er sú að Stephen Baldwin segist hafa verið blekktur af Kevin Costner og félögum til að selja hlut sinn í fyrirtækinu Ocean Therapy Solutions en það framleiðir olíuskilvindur sem notaðar eru til að hreinsa olíu úr sjó.

Skömmu eftir að Baldwin seldi hlutinn tilkynnti fyrirtækið um samninga við BP olíufélagið um kaup á skilvindum þeirra fyrir 50 milljónir dollara eða yfir 6 milljarða króna.

Baldwin heldur því fram að Costner hafi vitað af þessum samningum áður en honum tókst að blekkja Baldwin til að selja sinn hlut og krefst þess að fá hlut af hagnaðinum af sölunni til BP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×