Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2012 11:30 Borpallurinn Cosl Pioneer. Gerir hann Færeyinga að olíuþjóð í haust? Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, að sögn netmiðilsins oljan.fo. Þrjú félög standa að holunni; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borpallinum Cosl Pioneer er ætlað að bora 4.000-5.000 metra djúpa holu á Brugdan-svæðinu suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetrum frá miðlínunni við Bretlandseyjar, en þar er hafdýpið um 500 metrar. Til samanburðar má geta þess að dýpsta hola sem boruð hefur verið á Íslandi er um 3.200 metra djúp, í Hellisheiðarvirkjun. Færeysk fyrirtæki taka virkan þátt í verkinu. Auk olíufélagsins Atlantic Petroleum hafa þrjú þarlend félög fengið samninga sem undirverktakar; flugfélagið Atlantic Airways, skipafélagið Thor og fyrirtækið Atlantic Supply Base, sem rekur þjónustumiðstöð fyrir olíuleit í Rúnavík. Þá munu um 30 Færeyingar verða í vinnu á olíuborpallinum. Það er ekki síst þátttaka Exxon-Mobil sem ýtir undir nýja bylgju bjartsýni meðal Færeyinga, samkvæmt grein á Faroe Business Report, en þar segir að bandaríski olíurisinn hafi orð á sér fyrir varkárni og að ráðast ekki í verkefni nema að undangengnum vönduðum rannsóknum. Þetta verður áttunda holan sem boruð er við Færeyjar frá árinu 2001 en hinar sjö skiluðu ekki tilætluðum árangri. Síðast var borað árið 2006, niður 4.200 metra dýpi, en þá vildi svo illa til að borinn festist. Hann var þá komin niður á gaslind, sem ekki var talin nægilega stór til að vinnsla svaraði kostnaði. Færeyingar eru viðbúnir því að þurfa að sýna þolinmæði og minna sig á að yfir 30 holur voru boraðar án árangurs í lögsögu Noregs áður en olían fannst og 90 holur í Barentshafi. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, að sögn netmiðilsins oljan.fo. Þrjú félög standa að holunni; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borpallinum Cosl Pioneer er ætlað að bora 4.000-5.000 metra djúpa holu á Brugdan-svæðinu suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetrum frá miðlínunni við Bretlandseyjar, en þar er hafdýpið um 500 metrar. Til samanburðar má geta þess að dýpsta hola sem boruð hefur verið á Íslandi er um 3.200 metra djúp, í Hellisheiðarvirkjun. Færeysk fyrirtæki taka virkan þátt í verkinu. Auk olíufélagsins Atlantic Petroleum hafa þrjú þarlend félög fengið samninga sem undirverktakar; flugfélagið Atlantic Airways, skipafélagið Thor og fyrirtækið Atlantic Supply Base, sem rekur þjónustumiðstöð fyrir olíuleit í Rúnavík. Þá munu um 30 Færeyingar verða í vinnu á olíuborpallinum. Það er ekki síst þátttaka Exxon-Mobil sem ýtir undir nýja bylgju bjartsýni meðal Færeyinga, samkvæmt grein á Faroe Business Report, en þar segir að bandaríski olíurisinn hafi orð á sér fyrir varkárni og að ráðast ekki í verkefni nema að undangengnum vönduðum rannsóknum. Þetta verður áttunda holan sem boruð er við Færeyjar frá árinu 2001 en hinar sjö skiluðu ekki tilætluðum árangri. Síðast var borað árið 2006, niður 4.200 metra dýpi, en þá vildi svo illa til að borinn festist. Hann var þá komin niður á gaslind, sem ekki var talin nægilega stór til að vinnsla svaraði kostnaði. Færeyingar eru viðbúnir því að þurfa að sýna þolinmæði og minna sig á að yfir 30 holur voru boraðar án árangurs í lögsögu Noregs áður en olían fannst og 90 holur í Barentshafi.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira