„Ég held að ég vildi láta minnast mín fyrir að hafa þjónað þjóðinni vel, að hafa náð til hennar, að ég hafi getað hafa látið henni líða örlítið betur og að hún gæti verið stolt af mér," sagði Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi þegar Elín Stephensen, áhorfandi úr sal, spurði hana hvernig hún vildi láta minnast sín sem forsetaframbjóðanda í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 og Vísis í kvöld.
„Ég myndi vilja láta vilja minnast mín fyrir heilindi og þjónustu, og fyrir það að hafa haft áhrif á það að mannréttindi væru varðveitt og virt á þeim tíma sem ég gegndi embætti," sagði Herdís Þorgeirsdóttir. Hún vildi minni spillingu og helst enga.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði að hann vildi helst láta minnast sín fyrir tvennt. Annars vegar fyrir að hafa aukið lýðræði í landinu. Hins vegar að hafa stuðlað að því að ungu kynslóðinni fyndist hún hafa rætur á íslandi
