Erlent

Fundu dularfullan hlut á botni Eystrasalts

Sænskir kafarar sem stunda fjársjóðsleit í Eystrasaltinu hafa rekist á dularfullan hlut á hafsbotninum þar. Einn kafaranna segir að hann hafi aldrei séð neitt þessu líkt á 20 ára köfunarferli sínum.

Í fyrstu töldu kafararnir að þeir hefðu rekist á stórt bjarg á hafsbotninum en við nánari skoðun kom í ljós að hluturinn er gerður úr svampkenndu efni og skagar þrjá til fjóra metra yfir botninum. Hluturinn er með skörpum köntum að aftan en er egglaga að framan. Á toppi hans eru undarlegar hringlaga steinmyndanir sem minna á eldstæði enda hulin sóti.

Hluturinn liggur við endan á því sem helst líkist lendingarbraut fyrir flugför. Vísindamenn eru nú farnir að rannsaka þennan hlut.

Fjallað er um málið í Berlingske Tidende og þar segir að þegar séu farnar af stað miklar vangaveltur um að hér sé fljúgandi furðuhlutur á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×