Erlent

Cameron svarar spurningum Leveson nefndarinnar

David Cameron forsætisráðherra Bretlands mun sitja fyrir svörum hjá Leveson nefndinni í allan dag.

Cameron kom sjálfur þessari nefnd á fót en hún á að rannsaka starfshætti fjölmiðlaveldis Rupert Murdoch´s.

Í fyrstu svörum sínum sagði Cameron m.a. að samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla hefðu farið úr böndunum og hefði verið of náin og óheilbrigð.

Sjálfur var Cameron í miklu vinfengi við Rebekah Brooks fyrrum forstjóra fjölmiðlaveldis Murdoch´s á Bretlandseyjum og á sínum gerði hann Andy Colson ritstjóra News of the World að upplýsingafulltrúa sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×