Handbremsa þjóðarskrjóðsins Þóroddur Bjarnason skrifar 13. júní 2012 16:00 Íslenski þjóðarskrjóðurinn er í slæmu ásigkomulagi. Eftir hraðakstur á hálum vegi og margar veltur utan vegar fyrir nokkrum árum er ýmislegt brotið og bramlað, margir ferðalangar hafa tapað eigum sínum og sumir jafnvel farnir frá borði í leit að betra farartæki. Hópurinn er í uppnámi, margir sárir og hart er deilt um hvort slysið hafi orðið vegna hraðaksturs og aðgæsluleysi bílstjórans, skyndilegrar hindrunar á veginum eða hávaðans og ólátanna í ríku strákunum. Ýmsum þykir bílstjórinn sem tók við eftir slysið standa sig illa við að koma skrjóðnum aftur á beina braut, viðgerðir ganga alltof hægt, eldsneyti vera af skornum skammti og jafnvel eru uppi efasemdir um að rétt eldsneyti hafi verið sett á bílinn. Þótt ferðalangarnir geti valið sér nýjan bílstjóra eftir skamma stund ríkir almennt vantraust á bílstjórum yfirleitt og ekki bætir úr skák hvernig aðrir tilvonandi bílstjórar veltast æpandi og skrækjandi á gólfinu. Leiðsögumaðurinn átti að hlusta á raddir ferðalanganna og vera í stöðugu sambandi við bílstjórann, efla samhug og samstöðu um hvert skuli halda en um leið hvetja ferðalangana til að njóta samvistanna og útsýnisins. Þegar ósköpin dundu yfir var leiðsögumaðurinn að spila á gítar fyrir ríku strákana sem drukku konjak af gullstút aftast í bílnum en nú er hann kominn úrillur frammí til bílstjórans, eflaust með slæmt samviskubit. Leiðsögumaðurinn efast um talstöðvarsamband bílstjórans við annarra þjóða farartæki og hrópar því sína eigin stefnu í gjallarhorn. Hann hnakkrífst við bílstjórann um hvort taka eigi þessa beygjuna eða hina, hótar að kippa í stýrið og heldur þéttingsfast um handbremsuna sem hann telur að megi nota til að stýra skjóðnum rétta leið með farsælum handbremsubeygjum. Hann telur voðann blasa við þjóðarskrjóðnum ef hann hverfi af vettvangi og láti nýjum kynslóðum eftir að móta farsælli samskipti ferðalanga, leiðsögumanns og bílstjóra til framtíðar. Komandi forsetakosningar snúast hvorki um ábyrgð leiðsögumannsins sem veislustjóra útrásarinnar né viðbrögð hans við efnahagshruni og pólitískri upplausn haustið 2008. Þær snúast heldur ekki um þá kosti sem þjóðin stóð frammi fyrir varðandi Icesave né heldur kosti og galla Evrópusambandsins. Því síður snúast þær um það hvað leiðsögumaðurinn Sveinn Björnsson sagði eða sagði ekki við bílstjórann Ólaf Thors fyrir sextíu og tveimur árum. Komandi forsetakosningar snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla samstöðu þjóðarinnar um sameiginleg markmið, eða sem tekur þátt í pólitískri baráttu um ólíkar leiðir að þeim markmiðum. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla skynsamlega samræðu stjórnmálaleiðtoga og þjóðarinnar eða sem ólmur vill egna saman hinu kjörna alþingi og alþingi götunnar. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem tekur ábyrgð á hlutverki sínu sem umboðsmaður þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu og umgengst það af varfærni og virðingu eða lítur á það hlutverk sem tækifæri til persónlegrar valdabaráttu við þá ríkisstjórn sem situr í umboði þjóðkjörins þings hverju sinni. Í mínum huga er enginn vafi á því að Þóra Arnórsdóttir hefur alla burði til þess að verða sá leiðsögumaður sem getur stappað stálinu í þjóðina og stuðlað að upplýstri og jákvæðri umræðu um sameiginleg markmið okkar allra. Það er nóg komið af heifúðugri og andstyggilegri umræðuhefð eftirhrunsáranna og tími kominn til að nýr forseti leiti sátta meðal þjóðar og þings, ekki síst nú þegar fáeinir mánuðir eru til næstu þingkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Íslenski þjóðarskrjóðurinn er í slæmu ásigkomulagi. Eftir hraðakstur á hálum vegi og margar veltur utan vegar fyrir nokkrum árum er ýmislegt brotið og bramlað, margir ferðalangar hafa tapað eigum sínum og sumir jafnvel farnir frá borði í leit að betra farartæki. Hópurinn er í uppnámi, margir sárir og hart er deilt um hvort slysið hafi orðið vegna hraðaksturs og aðgæsluleysi bílstjórans, skyndilegrar hindrunar á veginum eða hávaðans og ólátanna í ríku strákunum. Ýmsum þykir bílstjórinn sem tók við eftir slysið standa sig illa við að koma skrjóðnum aftur á beina braut, viðgerðir ganga alltof hægt, eldsneyti vera af skornum skammti og jafnvel eru uppi efasemdir um að rétt eldsneyti hafi verið sett á bílinn. Þótt ferðalangarnir geti valið sér nýjan bílstjóra eftir skamma stund ríkir almennt vantraust á bílstjórum yfirleitt og ekki bætir úr skák hvernig aðrir tilvonandi bílstjórar veltast æpandi og skrækjandi á gólfinu. Leiðsögumaðurinn átti að hlusta á raddir ferðalanganna og vera í stöðugu sambandi við bílstjórann, efla samhug og samstöðu um hvert skuli halda en um leið hvetja ferðalangana til að njóta samvistanna og útsýnisins. Þegar ósköpin dundu yfir var leiðsögumaðurinn að spila á gítar fyrir ríku strákana sem drukku konjak af gullstút aftast í bílnum en nú er hann kominn úrillur frammí til bílstjórans, eflaust með slæmt samviskubit. Leiðsögumaðurinn efast um talstöðvarsamband bílstjórans við annarra þjóða farartæki og hrópar því sína eigin stefnu í gjallarhorn. Hann hnakkrífst við bílstjórann um hvort taka eigi þessa beygjuna eða hina, hótar að kippa í stýrið og heldur þéttingsfast um handbremsuna sem hann telur að megi nota til að stýra skjóðnum rétta leið með farsælum handbremsubeygjum. Hann telur voðann blasa við þjóðarskrjóðnum ef hann hverfi af vettvangi og láti nýjum kynslóðum eftir að móta farsælli samskipti ferðalanga, leiðsögumanns og bílstjóra til framtíðar. Komandi forsetakosningar snúast hvorki um ábyrgð leiðsögumannsins sem veislustjóra útrásarinnar né viðbrögð hans við efnahagshruni og pólitískri upplausn haustið 2008. Þær snúast heldur ekki um þá kosti sem þjóðin stóð frammi fyrir varðandi Icesave né heldur kosti og galla Evrópusambandsins. Því síður snúast þær um það hvað leiðsögumaðurinn Sveinn Björnsson sagði eða sagði ekki við bílstjórann Ólaf Thors fyrir sextíu og tveimur árum. Komandi forsetakosningar snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla samstöðu þjóðarinnar um sameiginleg markmið, eða sem tekur þátt í pólitískri baráttu um ólíkar leiðir að þeim markmiðum. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla skynsamlega samræðu stjórnmálaleiðtoga og þjóðarinnar eða sem ólmur vill egna saman hinu kjörna alþingi og alþingi götunnar. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem tekur ábyrgð á hlutverki sínu sem umboðsmaður þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu og umgengst það af varfærni og virðingu eða lítur á það hlutverk sem tækifæri til persónlegrar valdabaráttu við þá ríkisstjórn sem situr í umboði þjóðkjörins þings hverju sinni. Í mínum huga er enginn vafi á því að Þóra Arnórsdóttir hefur alla burði til þess að verða sá leiðsögumaður sem getur stappað stálinu í þjóðina og stuðlað að upplýstri og jákvæðri umræðu um sameiginleg markmið okkar allra. Það er nóg komið af heifúðugri og andstyggilegri umræðuhefð eftirhrunsáranna og tími kominn til að nýr forseti leiti sátta meðal þjóðar og þings, ekki síst nú þegar fáeinir mánuðir eru til næstu þingkosninga.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun