Stóri borinn á leið til Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2012 10:15 Borpallurinn Cosl Pioneer. Næstu mánuði borar hann dýpstu holu í sögu Færeyja. Olíuborpallurinn Cosl Pioneer er nú á leið á færeyska landgrunnið til að vinna stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja; borun allt að fimm kílómetra djúprar holu fyrir 20 milljarða króna. Ef borinn hittir á það, sem olíufélög telja að þarna leynist undir, gætu Færeyingar á næstu árum orðið ein auðugasta þjóð veraldar. Borpallurinn lagði af stað frá Noregi í gærmorgun, siglandi fyrir eigin vélarafli, og er væntanlegur á borstaðinn á laugardag. Netmiðillinn oljan.fo segir að venjulega taki tvo til þrjá daga að gera borpall kláran á vettvangi og gerir ráð fyrir að borunin hefjist snemma í næstu viku. Áætlað er að hún taki 4-5 mánuði, eða um 130 daga. Þrjú félög standa að verkefninu; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borsvæðið nefnist Brugdan 2 og er suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetra frá lögsögumörkunum við Bretlandseyjar. Þar er hafdýpi milli 400 og 500 metrar, en áformað er að bora 4.000-5.000 metra niður í jarðlögin undir botninum og komast undir hraunlög sem þar liggja djúpt. Jarðlögum þarna er talið svipa til þeirra sem vænta má á íslenska Drekasvæðinu og hefur sérfræðingur Olíustofnunar Noregs lýst því mati sínu að niðurstöðurnar sem fást í Færeyjum geti haft áhrif á framvindu olíuleitar við Ísland. Íslendingar hafa því, rétt eins og Færeyingar, ástæðu til að fylgjast með árangri olíuborsins næstu mánuði. Ekki aðeins gæti hann opnað dyrnar fyrir olíuleit í lögsögu Íslands heldur gæti olíufundur á færeyska landgrunninu jafnframt sogað til sín vinnuafl í stórum stíl frá nágrannaríkjum. Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Olíuborpallurinn Cosl Pioneer er nú á leið á færeyska landgrunnið til að vinna stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja; borun allt að fimm kílómetra djúprar holu fyrir 20 milljarða króna. Ef borinn hittir á það, sem olíufélög telja að þarna leynist undir, gætu Færeyingar á næstu árum orðið ein auðugasta þjóð veraldar. Borpallurinn lagði af stað frá Noregi í gærmorgun, siglandi fyrir eigin vélarafli, og er væntanlegur á borstaðinn á laugardag. Netmiðillinn oljan.fo segir að venjulega taki tvo til þrjá daga að gera borpall kláran á vettvangi og gerir ráð fyrir að borunin hefjist snemma í næstu viku. Áætlað er að hún taki 4-5 mánuði, eða um 130 daga. Þrjú félög standa að verkefninu; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borsvæðið nefnist Brugdan 2 og er suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetra frá lögsögumörkunum við Bretlandseyjar. Þar er hafdýpi milli 400 og 500 metrar, en áformað er að bora 4.000-5.000 metra niður í jarðlögin undir botninum og komast undir hraunlög sem þar liggja djúpt. Jarðlögum þarna er talið svipa til þeirra sem vænta má á íslenska Drekasvæðinu og hefur sérfræðingur Olíustofnunar Noregs lýst því mati sínu að niðurstöðurnar sem fást í Færeyjum geti haft áhrif á framvindu olíuleitar við Ísland. Íslendingar hafa því, rétt eins og Færeyingar, ástæðu til að fylgjast með árangri olíuborsins næstu mánuði. Ekki aðeins gæti hann opnað dyrnar fyrir olíuleit í lögsögu Íslands heldur gæti olíufundur á færeyska landgrunninu jafnframt sogað til sín vinnuafl í stórum stíl frá nágrannaríkjum.
Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira