Sport

Einar Daði niður í 10. sætið - gekk illa í kringlunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Daði Lárusson.
Einar Daði Lárusson. Mynd/Ivano Catini
Einar Daði Lárusson fékk aðeins 583 stig fyrir kringlukastið í tuþrautarkeppni EM í frjálsum en sjö greinum af tíu er nú lokið og er Einar Daði í tíunda sæti með 5564 stig.

Einar Daði kastaði 35,95 metra eða styst af öllum keppendunum sem eru enn með í keppninni en hann gerði ógilt í tveimur seinni köstum sínum.

Einar Daði fékk 639 stig fyrir kringlukastið á mótinu í Tékklandi fyrr í þessum mánuði en það eru 56 fleiri stig en hann náði í dag.

Einar Daði er nú kominn 117 stigum á eftir sinni bestu þraut og það er orðið nokkuð ljóst að hann nær ekki lágmarkinu inn á Ólympíuleikana úr þessu.

Einar Daði hefur aðeins sjö stiga forskot á Rússann Artem Lukyanenko sem er í 11. sæti og síðan eru bara 21 stig niður í 12. sætið. Einar þarf því að hafa sig allan við til að halda sér inn á topp tíu.

Næsta grein er stangarstökkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×