Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Enn eitt Ís­lands­met Bald­vins Þórs

Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon heldur áfram að bæta Íslandsmetum í safnið og bæta eigin met en hann bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi innanhúss í dag um rúmar tvær sekúndur.

Sport
Fréttamynd

Vill að stjórn FH fari frá

Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Gullverðlaunahafi á ÓL ætlar í NFL deildina

Það eru ekki nema rétt rúmir fjórir mánuðir síðan Roje Stona frá Jamaíka tryggði sér gullverðlaun í kringlukasti á Ólympíuleikunum í París og hann er þegar kominn með nýtt markmið.

Sport
Fréttamynd

Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met

Hinn sextán ára Gout Gout heldur áfram að vekja athygli fyrir ótrúleg tilþrif á hlaupabrautinni. Nú hefur hann slegið met sem hafði staðið síðan 1968.

Sport
Fréttamynd

Hljóp á ljós­myndara en setti met

Minnstu munaði að tillitslaus ljósmyndari ylli því að tvöfaldi ólympíumeistarinn Beatrice Chebet næði ekki að klára 5.000 metra hlaupið á Demantamótinu í Brussel á föstudagskvöld.

Sport
Fréttamynd

Kom út og sá al­elda Rebeccu hlaupa í áttina að sér

„Þegar ég kom út sá ég Rebeccu hlaupa alelda í áttina að húsinu mínu hrópandi ‚hjálpaðu mér‘,“ segir Agnes Barabara, nágranni úgöndsku hlaupakonunnar Rebeccu Cheptegei sem lést eftir að fyrrverandi kærasti kveikti í henni.

Erlent
Fréttamynd

Draumur gull­hjónanna rættist í París

Hunter Woodhall vann til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fara í París aðeins mánuði eftir að eiginkona hans, Tara David-Woodhall, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum sem fóru fram í sömu borg.

Sport