ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson náði tólfta besta tímanum í 110 metra grindarhlaupi í fyrstu þraut seinni dags tugþrautarkeppninnar á EM í frjálsum í Helsinki og er áfram í níunda sætinu.
Einar Daði hljóp á 14,72 sekúndum sem gefur honum 884 stig. Hann er með 4981 stig eftir fyrstu sex greinarnar sem er 61 stigi færra en á sama tíma í bestu þraut sinni í Tékklandi fyrr í þessum mánuði.
Einar Daði er 62 stigum á eftir Þjóðverjanum Norman Müller sem er í 8. sæti og 43 stigum á undan Mikalai Shubianiok sem er í 10. sæti. Úkraínumaðurinn Oleksiy Kasyanov er efstur með 5297 stig eða 316 stigum meira en Einar.
Einar Daði hefur náð yfir 800 stig í fimm af fyrstu sex greinum sínum en næst á dagskrá er kringlukastið sem er vanalega hans slakasta grein.
Einar Daði áfram í níunda sætinu eftir grindarhlaupið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn


Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn

Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn
Enski boltinn

