Nói frá Stóra-Hofi Illingssonur fékk 8,48 í aðaleinkunn í flokki fjögurra vetra stóðhesta. Þetta er hæsti dómur sem fallið hefur. Nói getur enn bætt einkunn sína í yfirlitssýningu.
Nói er undan Illingi frá Tóftum og Örk frá Stóra-Hófi. Hann þykir líklegur til þess að vinna sigur í flokkinum líkt og faðir sinn Illingur gerði á Landsmótinu í Skagafirði árið 2002.
Sýnandi Nóa er Daníel Jónsson.

